Styrkir stöðu Húsavíkur 11. apríl 2005 00:01 "Þetta staðfestir einfaldlega það sem við teljum okkur vita um vilja íbúa hér á svæðinu til að fá hingað orkufrekan iðnað," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Hann vísar þar til könnunar iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um viðhorf íbúa á Norðurlandi til stóriðju. Hann telur niðurstöðurnar ótvírætt styrkja stöðu Húsavíkur þegar og ef kemur að því að ákveða staðsetningu stóriðju á Norðurlandi, auk þess sem Húsavík sé best í sveit sett með tilliti til nálægðar orkuauðlinda. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segist ekki óttast að staðsetning hugsanlegs álvers ráðist af þessum könnunum. "Ég trúi því ekki að menn taki ákvarðanir í svona stóru máli á grundvelli einhverra skoðanakannana, það eru allt aðrir þættir sem hljóta að ráða í þeim efnum," segir hann og bendir á að fjárfestar hljóti að hafa mikið að segja um staðsetningu. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, segir augljóslega mikla andstöðu við álversbyggingu í Skagafirði og stjórnvöld hljóti að skoða málið í því ljósi. "Þessar niðurstöður koma mér ekkert á óvart og auðvitað hljótum við að taka mið af afstöðu almennings í þessum efnum," segir hann. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru um 66 prósent Þingeyinga mjög eða frekar hlynnt því að álver verði reist í nágrenni bæjarins. Tæplega 49 af hundraði Akureyringa vilja fá álver í nágrenni Akureyrar en áhugi Skagfirðinga á að fá álver til sín er sýnu minnstur. Þar eru ríflega 37 prósent fylgjandi álveri í firðinum en tæp 46 prósent því algjörlega mótfallin. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
"Þetta staðfestir einfaldlega það sem við teljum okkur vita um vilja íbúa hér á svæðinu til að fá hingað orkufrekan iðnað," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Hann vísar þar til könnunar iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um viðhorf íbúa á Norðurlandi til stóriðju. Hann telur niðurstöðurnar ótvírætt styrkja stöðu Húsavíkur þegar og ef kemur að því að ákveða staðsetningu stóriðju á Norðurlandi, auk þess sem Húsavík sé best í sveit sett með tilliti til nálægðar orkuauðlinda. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segist ekki óttast að staðsetning hugsanlegs álvers ráðist af þessum könnunum. "Ég trúi því ekki að menn taki ákvarðanir í svona stóru máli á grundvelli einhverra skoðanakannana, það eru allt aðrir þættir sem hljóta að ráða í þeim efnum," segir hann og bendir á að fjárfestar hljóti að hafa mikið að segja um staðsetningu. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, segir augljóslega mikla andstöðu við álversbyggingu í Skagafirði og stjórnvöld hljóti að skoða málið í því ljósi. "Þessar niðurstöður koma mér ekkert á óvart og auðvitað hljótum við að taka mið af afstöðu almennings í þessum efnum," segir hann. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru um 66 prósent Þingeyinga mjög eða frekar hlynnt því að álver verði reist í nágrenni bæjarins. Tæplega 49 af hundraði Akureyringa vilja fá álver í nágrenni Akureyrar en áhugi Skagfirðinga á að fá álver til sín er sýnu minnstur. Þar eru ríflega 37 prósent fylgjandi álveri í firðinum en tæp 46 prósent því algjörlega mótfallin.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira