Íslensk kaupskip með afslætti 11. apríl 2005 00:01 Starfshópur á vegum samgöngu- og fjármálaráðuneytisins telur að aðgerðarleysi stjórnvalda í málum íslenskra flutningaskipa í millilandasiglingum leiði til þess að greinin leggist af. Stjórnvöld geti helst komið í veg fyrir það með því að stofna íslenska alþjóðlega skipaskrá með ríkisstyrkjum líkt og í nágrannalöndunum. Þeirra sé valið. Starfshópurinn sem ekki hefur birt lokaniðurstöðu sína segir beinar tekjur íslenska ríkisins af farmönnum sem skráðir eru hér á landi tæplega 200 milljónir króna. Hvorki sé hægt að segja til um hve mikið tekjurnar skerðist flytjist útgerðin alfarið burt né hvort sami árangur náist og í nágrannalöndunum. Með niðurstöðunni tekur hópurinn undir sjónarmið Vélstjórafélagsins, forsvarsmanna Sjómannasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Sjómannafélag Reykjavíkur setur, að sögn Birgis Hólms Björgvinssonar gjaldkera, fyrirvara við stofnun íslenskrar alþjóðlegar skipaskrá. Hún hugnist félaginu aðeins verði farið að íslenskum kjarasamningum við launagreiðslur til sjómannanna. Starfshópurinn, sem skipaður er tveimur starfsmönnum úr hvoru ráðuneytanna og einum frá Siglingastofnun, telur að kjósi stjórnvöld aðgerðir sé vert að fara sömu leið og gert er í nágrannalöndunum sem í nær öllum tilfellum er í formi skattaívilnana til útgerða og sjómanna ásamt styrkjum til menntunar og þjálfunar. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð séu siglingar blómstrandi útflutningsatvinnuvegur og í tveimur þeirra skipi greinin annað og þriðja sæti í öflun útflutningstekna. Írar hafi einnig á þremur árum náð að fjölga skipum um 70 prósent og atvinnutækifærum í greinninni um 17 prósent þegar reglum var breytt. Þar sé fyrirtækjaskatturinn lægstur eða 12,5 prósent. Athygli vakti þegar Samskip skráði tvö ný skip í Færeyjum ásamt áhöfnum þeirra. Ekkert skip er nú skráð hér í millilandasiglinum en sex íslenskar áhafnir. Allar hjá Eimskipum. Fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um málið, að sögn aðstoðarmanns, þar sem málið verði tekið fyrir á Alþingi á morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Starfshópur á vegum samgöngu- og fjármálaráðuneytisins telur að aðgerðarleysi stjórnvalda í málum íslenskra flutningaskipa í millilandasiglingum leiði til þess að greinin leggist af. Stjórnvöld geti helst komið í veg fyrir það með því að stofna íslenska alþjóðlega skipaskrá með ríkisstyrkjum líkt og í nágrannalöndunum. Þeirra sé valið. Starfshópurinn sem ekki hefur birt lokaniðurstöðu sína segir beinar tekjur íslenska ríkisins af farmönnum sem skráðir eru hér á landi tæplega 200 milljónir króna. Hvorki sé hægt að segja til um hve mikið tekjurnar skerðist flytjist útgerðin alfarið burt né hvort sami árangur náist og í nágrannalöndunum. Með niðurstöðunni tekur hópurinn undir sjónarmið Vélstjórafélagsins, forsvarsmanna Sjómannasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Sjómannafélag Reykjavíkur setur, að sögn Birgis Hólms Björgvinssonar gjaldkera, fyrirvara við stofnun íslenskrar alþjóðlegar skipaskrá. Hún hugnist félaginu aðeins verði farið að íslenskum kjarasamningum við launagreiðslur til sjómannanna. Starfshópurinn, sem skipaður er tveimur starfsmönnum úr hvoru ráðuneytanna og einum frá Siglingastofnun, telur að kjósi stjórnvöld aðgerðir sé vert að fara sömu leið og gert er í nágrannalöndunum sem í nær öllum tilfellum er í formi skattaívilnana til útgerða og sjómanna ásamt styrkjum til menntunar og þjálfunar. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð séu siglingar blómstrandi útflutningsatvinnuvegur og í tveimur þeirra skipi greinin annað og þriðja sæti í öflun útflutningstekna. Írar hafi einnig á þremur árum náð að fjölga skipum um 70 prósent og atvinnutækifærum í greinninni um 17 prósent þegar reglum var breytt. Þar sé fyrirtækjaskatturinn lægstur eða 12,5 prósent. Athygli vakti þegar Samskip skráði tvö ný skip í Færeyjum ásamt áhöfnum þeirra. Ekkert skip er nú skráð hér í millilandasiglinum en sex íslenskar áhafnir. Allar hjá Eimskipum. Fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um málið, að sögn aðstoðarmanns, þar sem málið verði tekið fyrir á Alþingi á morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira