Hljóðmanir verði settar upp 11. apríl 2005 00:01 Yfirvöld í Kópavogi segja aðstæður við Kópavogsbrúna áhyggjuefni, en bifreið valt þar um helgina og endaði inni í garði fjölbýlishúss við brúna. Kópavogsbær hefur ráðgert að setja upp hljóðmanir á svæðinu en málið strandar á Vegagerðinni. Íbúar fjölbýlishúss við Kópavogsbrúna hafa krafist þess að girðing eða einhvers konar múr verði settur upp ofan við húsið, en á einum mánuði hafa tveir bílar oltið á svæðinu og endað inni í garði við húsið eftir árekstur af völdum hraðaksturs. Að sögn Steingríms Haukssonar, bæjarverkfræðings hjá Kópavogsbæ, hefur verið í undirbúningi í talsverðan tíma að setja upp hljóðmanir við Kópavogsbrúna en Vegagerðin hafi hingað til ekki viljað taka þátt í því. Brúin er yfir veginn sem tengir saman Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg og er hluti af þjóðveginum. Vegagerðin telur það ekki sitt hlutverk að að reisa einhvers konar varnir á svæðinu en Kópavogsbær lítur svo á að það sé Vegagerðarinnar að tryggja umferðaröryggi á þjóðvegum landsins. Þegar er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar að setja upp allt að eins og hálfs metra háar hljóðmanir við Kópavogsbrúna og telja bæjaryfirvöld það sameiginlegt verkefni sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar að standa straum af kostnaðinum í því sambandi. Bæjarverkfræðingur Kópavogsbæjar segir að það hljóti að valda mönnum áhyggjum að bílar velti á svæðinu og endi inni í görðum hjá fólki. Hann bendir á að umferðarhraði sé mikill við brúna og því sé brýnt að auka öryggi með vörnum sem ekki sé hægt að aka yfir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Yfirvöld í Kópavogi segja aðstæður við Kópavogsbrúna áhyggjuefni, en bifreið valt þar um helgina og endaði inni í garði fjölbýlishúss við brúna. Kópavogsbær hefur ráðgert að setja upp hljóðmanir á svæðinu en málið strandar á Vegagerðinni. Íbúar fjölbýlishúss við Kópavogsbrúna hafa krafist þess að girðing eða einhvers konar múr verði settur upp ofan við húsið, en á einum mánuði hafa tveir bílar oltið á svæðinu og endað inni í garði við húsið eftir árekstur af völdum hraðaksturs. Að sögn Steingríms Haukssonar, bæjarverkfræðings hjá Kópavogsbæ, hefur verið í undirbúningi í talsverðan tíma að setja upp hljóðmanir við Kópavogsbrúna en Vegagerðin hafi hingað til ekki viljað taka þátt í því. Brúin er yfir veginn sem tengir saman Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg og er hluti af þjóðveginum. Vegagerðin telur það ekki sitt hlutverk að að reisa einhvers konar varnir á svæðinu en Kópavogsbær lítur svo á að það sé Vegagerðarinnar að tryggja umferðaröryggi á þjóðvegum landsins. Þegar er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar að setja upp allt að eins og hálfs metra háar hljóðmanir við Kópavogsbrúna og telja bæjaryfirvöld það sameiginlegt verkefni sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar að standa straum af kostnaðinum í því sambandi. Bæjarverkfræðingur Kópavogsbæjar segir að það hljóti að valda mönnum áhyggjum að bílar velti á svæðinu og endi inni í görðum hjá fólki. Hann bendir á að umferðarhraði sé mikill við brúna og því sé brýnt að auka öryggi með vörnum sem ekki sé hægt að aka yfir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira