Innlent

Hrafnseyrarheiði ófær vegna flóða

Hrafnseyrarheiði er ófær vegna snjóflóða. Snjóþekja er á Dynjandisheiði og Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og á Holtavörðuheiði. Hálka er á Möðrudalsöræfum og snjóþekja eða hálka víða á Austurlandi. Veðurstofan spáir heldur hryssingslegu helgarveðri, suð- og suðvestanátt, víða strekkings vindur og rigning öðru hverju, einkum sunnan- og vestantil. Hiti verður á bilinu 3-8 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×