Innlent

Sauðfjárbóndi vann kvæðakeppnina

Sigurvegari í kvæðakeppni Hins konunglega fjelags, sem efnt var til vegna brúðkaups Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles, er Einar Kolbeinsson, sauðfjárbóndi og háskólanemi í Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu. Sigurkvæði Einars nefnis „Prinsinn af Wales - kveðja frá íslensku þjóðinni.“ Fjölmargir sendu kvæði í keppnina og segir í tilkynningu frá félaginu að þar sem Einar búi á landsbyggðinni muni Pósturinn sjá um að afhenda honum vegleg verðlaun félagsins sem eru innrömmuð mynd af brúðhjónunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×