Innlent

Vill setja skilyrði

Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, telur koma til greina að setja skilyrði um að vextir á lánum kúabænda hjá Lánasjóði landbúnaðarins verði ekki hækkaðir upp fyrir ákveðið mark fyrstu árin eftir sölu skuldabréfanna og að skuldararnir geti fært skuldabréfin annað ef þeir telja vextina ekki nógu hagstæða. Fyrirsjáanlegt er að Lánasjóður landbúnaðarins verði lagður niður og kröfur hans á hendur bændum verði seldar. Fyrirhuguð niðurlagning var til umræðu á þingi búnaðarbænda á Selfossi. Þar lagði Þórólfur áherslu á að komist yrði í gegnum breytingarnar án þess að valda skuldurunum vandræðum. "Einhverjir bændur gætu þá hugsanlega lent í því að þurfa að sætta sig við þá vexti ef þeir fá ekki betri fyrirgreiðslu annars staðar," segir hann. "Þeir gætu líka þurft að greiða upp lánin og það þýddi lántökukostnað annars staðar þannig að það eru þessir hlutir sem við þurfum að huga vel að."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×