Gjaldfrjálsir leikskólar heilsubót 7. apríl 2005 00:01 Góð fjárhagsstaða bætir heilsuna. Hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu segir gjaldfrjálsa leikskóla geta stuðlað að því að börn eigi jafnari möguleika á góðri heilsu. Fátækt, menntun og atvinna er meðal þeirra samfélagslegu þátta sem hafa mikil áhrif á heilsu fólks. Heilsa barna fer til dæmis mjög gjarnan eftir menntun foreldra. Félagslegir þættir voru umfjöllunarefni Önnu Bjargar Aradóttur, hjúkrunarfræðings hjá Landlæknisembættinu, á morgunaverðarfundi í tilefni af Alþjóðaheilbrigðisdeginum sem er í dag. Anna segir að fátækt sé staðreynd. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir hafi gert rannsóknir sem sýni að heilsufar barna sé mismunandi hér á landi eftir tekjum foreldra. Anna segir gjaldfrjálsa leikskóla geta verið tækifæri til að jafna aðstöðumun barna. Það geti verið ansi þungur baggi fyrir foreldra, sem eigi fleiri en eitt barn og séu jafnvel einstæðir eða í láglaunavinnu, að borga leikskólagjöld. Það geti hugsanlega þýtt að t.d. einstæðar mæður treysti sér ekki út á vinnumarkaðinn. Vitað sé að örorka sé vaxandi vandamál hér á landi og hugsanlega geti þetta verið ein skýringin á því, að tækifæri einstæðra mæðra til að fara út á vinnumarkaðinn takmarkist vegna þessa. Anna segir örorkubætur stundum vera leið til að lifa af. Það sé úrræði læknisins til að bæta hag einstæðrar móður eða fjölskyldu. Læknirinn einn og sér geti ekki breytt þjóðfélaginu heldur sé það allra að gera það þannig foreldrar þurfi ekki að lifa við þessar aðstæður. Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Góð fjárhagsstaða bætir heilsuna. Hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu segir gjaldfrjálsa leikskóla geta stuðlað að því að börn eigi jafnari möguleika á góðri heilsu. Fátækt, menntun og atvinna er meðal þeirra samfélagslegu þátta sem hafa mikil áhrif á heilsu fólks. Heilsa barna fer til dæmis mjög gjarnan eftir menntun foreldra. Félagslegir þættir voru umfjöllunarefni Önnu Bjargar Aradóttur, hjúkrunarfræðings hjá Landlæknisembættinu, á morgunaverðarfundi í tilefni af Alþjóðaheilbrigðisdeginum sem er í dag. Anna segir að fátækt sé staðreynd. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir hafi gert rannsóknir sem sýni að heilsufar barna sé mismunandi hér á landi eftir tekjum foreldra. Anna segir gjaldfrjálsa leikskóla geta verið tækifæri til að jafna aðstöðumun barna. Það geti verið ansi þungur baggi fyrir foreldra, sem eigi fleiri en eitt barn og séu jafnvel einstæðir eða í láglaunavinnu, að borga leikskólagjöld. Það geti hugsanlega þýtt að t.d. einstæðar mæður treysti sér ekki út á vinnumarkaðinn. Vitað sé að örorka sé vaxandi vandamál hér á landi og hugsanlega geti þetta verið ein skýringin á því, að tækifæri einstæðra mæðra til að fara út á vinnumarkaðinn takmarkist vegna þessa. Anna segir örorkubætur stundum vera leið til að lifa af. Það sé úrræði læknisins til að bæta hag einstæðrar móður eða fjölskyldu. Læknirinn einn og sér geti ekki breytt þjóðfélaginu heldur sé það allra að gera það þannig foreldrar þurfi ekki að lifa við þessar aðstæður.
Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira