Stjórn RÚV setur reglur um fréttir 7. apríl 2005 00:01 Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að fimm manna stjórn RÚV, sem kosin er hlutbundinni kosningu á Alþingi, skuli setja reglur um fréttaflutning. "Með þessu er verið að geirnegla inn í lögin pólitíska valdstjórnun Ríkisútvarpsins," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri-grænna. "Samkvæmt frumvarpinu á stjórn ríkisútvarpsins, sem er pólitísk skipuð, að setja fréttastofunni reglur um hvaða vinnubrögð hún eigi að viðhafa. Það yrði stórslys verði þetta frumvarp að lögum, ekki síst í ljósi þess að nú hefur formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, tilkynnt að hann muni kalla nýjan fréttastjóra Ríkisútvarpsins, Óðin Jónsson, á teppið hjá sér. Vilja menn virkilega færa þessum aðilum, eins og formanni útvarpsráðs, auknar lagaheimildir til slíks pólitísks lögreglustarfs?" spyr Ögmundur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ákvæðið fyrst og fremst eiga við um ákvæði frumvarpsins um almannaþjónustuhlutverk RÚV þar sem segir að RÚV eigi að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu. "Það er í því samhengi sem þetta ákvæði verður að skiljast. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og á einkareknu miðlunum, þar sem siðareglur yrðu settar í samvinnu við hið nýja fjölmiðlastjórnvald sem væntanlega verður komið á laggirnar. Þetta á við almennar siðareglur í fréttaflutningi," segir Þorgerður Katrín. Hún segir að það sé alveg á hreinu að stjórn hins nýja Ríkisútvarps verður rekstarstjórn og á ekki að skipta sér af dagskránni. "Ég er að klippa á þessi meintu pólitísku tengsl. Það verður hins vegar að velja inn í stjórn RÚV fólk með rekstrarlega og faglega þekkingu," segir Þorgerður. "Ef vafi leikur á því hvernig túlka megi þetta ákvæði verður þingið að skoða það mjög gaumgæfilega," segir hún. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að fimm manna stjórn RÚV, sem kosin er hlutbundinni kosningu á Alþingi, skuli setja reglur um fréttaflutning. "Með þessu er verið að geirnegla inn í lögin pólitíska valdstjórnun Ríkisútvarpsins," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri-grænna. "Samkvæmt frumvarpinu á stjórn ríkisútvarpsins, sem er pólitísk skipuð, að setja fréttastofunni reglur um hvaða vinnubrögð hún eigi að viðhafa. Það yrði stórslys verði þetta frumvarp að lögum, ekki síst í ljósi þess að nú hefur formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, tilkynnt að hann muni kalla nýjan fréttastjóra Ríkisútvarpsins, Óðin Jónsson, á teppið hjá sér. Vilja menn virkilega færa þessum aðilum, eins og formanni útvarpsráðs, auknar lagaheimildir til slíks pólitísks lögreglustarfs?" spyr Ögmundur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ákvæðið fyrst og fremst eiga við um ákvæði frumvarpsins um almannaþjónustuhlutverk RÚV þar sem segir að RÚV eigi að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu. "Það er í því samhengi sem þetta ákvæði verður að skiljast. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og á einkareknu miðlunum, þar sem siðareglur yrðu settar í samvinnu við hið nýja fjölmiðlastjórnvald sem væntanlega verður komið á laggirnar. Þetta á við almennar siðareglur í fréttaflutningi," segir Þorgerður Katrín. Hún segir að það sé alveg á hreinu að stjórn hins nýja Ríkisútvarps verður rekstarstjórn og á ekki að skipta sér af dagskránni. "Ég er að klippa á þessi meintu pólitísku tengsl. Það verður hins vegar að velja inn í stjórn RÚV fólk með rekstrarlega og faglega þekkingu," segir Þorgerður. "Ef vafi leikur á því hvernig túlka megi þetta ákvæði verður þingið að skoða það mjög gaumgæfilega," segir hún.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira