Segir tillögur sögulega sáttagjörð 7. apríl 2005 00:01 Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust. Landsmenn upplifðu í fyrra einhver mestu átök sem orðið hafa á stjórnmálasviðinu á síðari tímum, átök sem náðu hámarki þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt gerðist. Þeirri rimmu lauk með því að Alþingi afnám sjálft lögin og kom þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt annar blær er nú á málinu. Fulltrúar allra flokka á Alþingi sem sátu í nýrri nefnd menntamálaráðherra kynntu í dag sameiginlegar tillögur að reglum um íslenska fjölmiðla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði við það tilefni að það sem mestu máli skipti væri að náðst hefði pólitísk sátt um það að tryggja aukna fjölbreytni og fjölræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Deilurnar á síðasta ári snerust fyrst og fremst um eignarhald á fjölmiðlum. Nú er lögð til einföld regla sem felur í sér að enginn megi eiga meira en 25 prósent í útbreiddum fjölmiðli. Þessi regla mun gilda um þá fjölmiðla sem þriðjungur af mannfjölda notfærir sér að jafnaði á degi hverjum svo og ef markaðshlutdeild fjölmiðilsins fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði fyrir sig. Þetta þýðir að gera þarf breytingar á eignarhaldi allra helstu fjölmiðla landsins, Morgunblaðsins, Skjás eins og 365 ljósvaka- og prentmiðla sem eiga meðal annars Stöð 2 og Fréttablaðið. Athygli vekur að ekki er lagt til að bannað verði að sami aðili eigi bæði prentmiðla og ljósvakamiðla. Tillögur fjölmiðlanefndar ná yfir sjö þætti. Lagt er til að settar verði reglur um flutningsskyldu og flutningsrétt á efni, sem skylda þá sem eiga dreifikerfi til að dreifa efni frá öðrum aðilum en veita einnig dreifiaðilum rétt til að dreifa efni annarra. Lagt er til að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og þá er lagt til að aukið aðhalds- og eftirlitshlutverk verði falið sérstakri stofnun og er Póst- og fjarskiptastofnun nefnd í því sambandi. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, lýsti niðurstöðunni með þeim orðum að í dag lægi fyrir sáttagerð sem hlyti að teljast söguleg í ljósi alls sem á undan hefði gengið. Þessi sáttagerð hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að í nefndina hefðu verið valdir stjórnmálamenn sem hefðu haft þor og metnað til þess að leiða í jörð þetta mál sem hefði verið eitt stærsta deilumál lýðveldistímans. Hann tæki hatt sinn afar djúpt ofan fyrir þeim öllum. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í haust sem byggðist á tillögum nefndarinnar. En áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að gera efnislegar breytingar á þeirri niðurstöðu sem lýst er sem sáttagjörð? Menntamálaráðherra sagði að fyrir sitt leyti væri lykilorðið sáttagjörð. Ef það ætti að fara hrófla mikið við niðurstöðu nefndarinnar og þeirrar sögulegu sáttar sem náðst hefði yrði ekki mikið um sáttina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust. Landsmenn upplifðu í fyrra einhver mestu átök sem orðið hafa á stjórnmálasviðinu á síðari tímum, átök sem náðu hámarki þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt gerðist. Þeirri rimmu lauk með því að Alþingi afnám sjálft lögin og kom þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt annar blær er nú á málinu. Fulltrúar allra flokka á Alþingi sem sátu í nýrri nefnd menntamálaráðherra kynntu í dag sameiginlegar tillögur að reglum um íslenska fjölmiðla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði við það tilefni að það sem mestu máli skipti væri að náðst hefði pólitísk sátt um það að tryggja aukna fjölbreytni og fjölræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Deilurnar á síðasta ári snerust fyrst og fremst um eignarhald á fjölmiðlum. Nú er lögð til einföld regla sem felur í sér að enginn megi eiga meira en 25 prósent í útbreiddum fjölmiðli. Þessi regla mun gilda um þá fjölmiðla sem þriðjungur af mannfjölda notfærir sér að jafnaði á degi hverjum svo og ef markaðshlutdeild fjölmiðilsins fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði fyrir sig. Þetta þýðir að gera þarf breytingar á eignarhaldi allra helstu fjölmiðla landsins, Morgunblaðsins, Skjás eins og 365 ljósvaka- og prentmiðla sem eiga meðal annars Stöð 2 og Fréttablaðið. Athygli vekur að ekki er lagt til að bannað verði að sami aðili eigi bæði prentmiðla og ljósvakamiðla. Tillögur fjölmiðlanefndar ná yfir sjö þætti. Lagt er til að settar verði reglur um flutningsskyldu og flutningsrétt á efni, sem skylda þá sem eiga dreifikerfi til að dreifa efni frá öðrum aðilum en veita einnig dreifiaðilum rétt til að dreifa efni annarra. Lagt er til að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og þá er lagt til að aukið aðhalds- og eftirlitshlutverk verði falið sérstakri stofnun og er Póst- og fjarskiptastofnun nefnd í því sambandi. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, lýsti niðurstöðunni með þeim orðum að í dag lægi fyrir sáttagerð sem hlyti að teljast söguleg í ljósi alls sem á undan hefði gengið. Þessi sáttagerð hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að í nefndina hefðu verið valdir stjórnmálamenn sem hefðu haft þor og metnað til þess að leiða í jörð þetta mál sem hefði verið eitt stærsta deilumál lýðveldistímans. Hann tæki hatt sinn afar djúpt ofan fyrir þeim öllum. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í haust sem byggðist á tillögum nefndarinnar. En áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að gera efnislegar breytingar á þeirri niðurstöðu sem lýst er sem sáttagjörð? Menntamálaráðherra sagði að fyrir sitt leyti væri lykilorðið sáttagjörð. Ef það ætti að fara hrófla mikið við niðurstöðu nefndarinnar og þeirrar sögulegu sáttar sem náðst hefði yrði ekki mikið um sáttina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira