Innlent

11 milljónir barna deyja

Áætlað er að ellefu milljónir barna fimm ára og yngri deyi í ár vegna einhvers sem koma má í veg fyrir. Þetta kom fram á fundi á Nordica hótelinu í gær, sem haldinn var í tilefni af Alþjóðaheilbrigðisdeginum. Geir Gunnlaugsson læknir sagði að hálf milljón mæðra deyi árlega í tengslum við þungun og fæðingar. Þegar barn fæðist megi reikna með að þrjár til fjórar milljónir þeirra deyi á fyrstu fjórum vikunum eftir fæðingu. Því til viðbótar sé talið að um sjö milljónir barna deyi árlega fyrir fimm ára aldur af völdum sjúkdóma sem hægt sé að lækna á einfaldan hátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×