Mjúkar aðferðir skila meiru 7. apríl 2005 00:01 Karlveldi og hestar - Ása Óðinsdóttir Ég las hestapistil Jens Einarssonar þriðjudaginn 29. mars og eins og nafnið gefur til kynna vænti ég þess að pistillinn fjallaði um hesta. En ég þurfti ekki að lesa meira en fyrstu setninguna til þess að gera mér ljóst að ég fengi ekki mikla hestamennsku með morgunkaffinu þennan daginn. Hér var til umræðu hrun hins íslenska karlaveldis á kostnað hestsins. Ég renndi þó í gegn um pistilinn og kjálkarnir sigu æ neðar eftir því sem lengra leið á þessi sorglegu skrif. Ég var satt að segja alltaf að bíða eftir punktinum með pistlinum, sem svo kom aldrei. Ég býst svo sem ekki við að sjónarmiði Jens verði breytt, enda væri það tímasóun að ætla sér það. Hins vegar efast ég stórlega um að þessi karlaútrýming úr samfélaginu sé mjög raunveruleg. Málið er bara það eins og allir vita, eða ættu að vita, að það skilar litlum tekjum í heimiliskassann að skeina rassa og skúra gólf heima eða heiman, jafnvel þó að það sé ekki síður mikilvægt en að byggja hús eða keyra lyftara. Svo virðist líka sem konur séu líka fullfærar um að skila sómasamlega af sér öllu því sem karlar hafa gert í gegn um tíðina, jafnvel að míga uppréttar. Hvað hestamennsku og tamningar varðar, hefur það sýnt sig að þessar "mjúkramanna, grænu aðferðir" skila miklu betri árangri en þessar tamningaraðferðir sem minnst var á í pistlinum góða, þessar sem sýndu manndóm og stórhug karlmanna. Og ef grannt er skoðað er þetta í raun sama lögmál og gildir í tamningu mannfólks, það er varla hægt að búast við að barið barn verði nokkru sinni að manni. Eins og fram kom framar í þessum texta mínum náði ég ekki punktinum með skrifum pistilhöfundar. Fljótt á litið virtist þetta vera óður til karlmanna um að gæta sín á valkyrjum þeim sem hafa það eitt að markmiði að bola þeim út úr samfélaginu, skella á þá uppþvottahönskum og læsa þá inni í eldhúsi. En þegar allt kom til alls fannst mér þetta snúast upp í andhverfu sína og verða niðurlægjandi fyrir karlþjóðina. Með þessum texta sínum fannst mér pistilhöfundur gera karlmenn að einhverjum greyjum sem óréttlæti heimsins og "testósterónóverdósaðar" breddur hefði leikið grátt. Því miður fyrir þá sem hafa þetta sjónarmið á lífið bendir allt til þess að þeir séu í útrýmingarhættu, ekki af völdum kvenmanna, heldur hafa þeir grafið sína eigin gröf einir og óstuddir. Ef til vill hefur blessaður maðurinn ekki verið með sjálfum sér þegar hann skrifaði þennan pistil og satt að segja er það von mín, en alltént held ég að hann ætti bara að halda sig við hestapistlana og leggja frá sér karlrembupennann áður en hann meiðir sig á honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Karlveldi og hestar - Ása Óðinsdóttir Ég las hestapistil Jens Einarssonar þriðjudaginn 29. mars og eins og nafnið gefur til kynna vænti ég þess að pistillinn fjallaði um hesta. En ég þurfti ekki að lesa meira en fyrstu setninguna til þess að gera mér ljóst að ég fengi ekki mikla hestamennsku með morgunkaffinu þennan daginn. Hér var til umræðu hrun hins íslenska karlaveldis á kostnað hestsins. Ég renndi þó í gegn um pistilinn og kjálkarnir sigu æ neðar eftir því sem lengra leið á þessi sorglegu skrif. Ég var satt að segja alltaf að bíða eftir punktinum með pistlinum, sem svo kom aldrei. Ég býst svo sem ekki við að sjónarmiði Jens verði breytt, enda væri það tímasóun að ætla sér það. Hins vegar efast ég stórlega um að þessi karlaútrýming úr samfélaginu sé mjög raunveruleg. Málið er bara það eins og allir vita, eða ættu að vita, að það skilar litlum tekjum í heimiliskassann að skeina rassa og skúra gólf heima eða heiman, jafnvel þó að það sé ekki síður mikilvægt en að byggja hús eða keyra lyftara. Svo virðist líka sem konur séu líka fullfærar um að skila sómasamlega af sér öllu því sem karlar hafa gert í gegn um tíðina, jafnvel að míga uppréttar. Hvað hestamennsku og tamningar varðar, hefur það sýnt sig að þessar "mjúkramanna, grænu aðferðir" skila miklu betri árangri en þessar tamningaraðferðir sem minnst var á í pistlinum góða, þessar sem sýndu manndóm og stórhug karlmanna. Og ef grannt er skoðað er þetta í raun sama lögmál og gildir í tamningu mannfólks, það er varla hægt að búast við að barið barn verði nokkru sinni að manni. Eins og fram kom framar í þessum texta mínum náði ég ekki punktinum með skrifum pistilhöfundar. Fljótt á litið virtist þetta vera óður til karlmanna um að gæta sín á valkyrjum þeim sem hafa það eitt að markmiði að bola þeim út úr samfélaginu, skella á þá uppþvottahönskum og læsa þá inni í eldhúsi. En þegar allt kom til alls fannst mér þetta snúast upp í andhverfu sína og verða niðurlægjandi fyrir karlþjóðina. Með þessum texta sínum fannst mér pistilhöfundur gera karlmenn að einhverjum greyjum sem óréttlæti heimsins og "testósterónóverdósaðar" breddur hefði leikið grátt. Því miður fyrir þá sem hafa þetta sjónarmið á lífið bendir allt til þess að þeir séu í útrýmingarhættu, ekki af völdum kvenmanna, heldur hafa þeir grafið sína eigin gröf einir og óstuddir. Ef til vill hefur blessaður maðurinn ekki verið með sjálfum sér þegar hann skrifaði þennan pistil og satt að segja er það von mín, en alltént held ég að hann ætti bara að halda sig við hestapistlana og leggja frá sér karlrembupennann áður en hann meiðir sig á honum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar