Mjúkar aðferðir skila meiru 7. apríl 2005 00:01 Karlveldi og hestar - Ása Óðinsdóttir Ég las hestapistil Jens Einarssonar þriðjudaginn 29. mars og eins og nafnið gefur til kynna vænti ég þess að pistillinn fjallaði um hesta. En ég þurfti ekki að lesa meira en fyrstu setninguna til þess að gera mér ljóst að ég fengi ekki mikla hestamennsku með morgunkaffinu þennan daginn. Hér var til umræðu hrun hins íslenska karlaveldis á kostnað hestsins. Ég renndi þó í gegn um pistilinn og kjálkarnir sigu æ neðar eftir því sem lengra leið á þessi sorglegu skrif. Ég var satt að segja alltaf að bíða eftir punktinum með pistlinum, sem svo kom aldrei. Ég býst svo sem ekki við að sjónarmiði Jens verði breytt, enda væri það tímasóun að ætla sér það. Hins vegar efast ég stórlega um að þessi karlaútrýming úr samfélaginu sé mjög raunveruleg. Málið er bara það eins og allir vita, eða ættu að vita, að það skilar litlum tekjum í heimiliskassann að skeina rassa og skúra gólf heima eða heiman, jafnvel þó að það sé ekki síður mikilvægt en að byggja hús eða keyra lyftara. Svo virðist líka sem konur séu líka fullfærar um að skila sómasamlega af sér öllu því sem karlar hafa gert í gegn um tíðina, jafnvel að míga uppréttar. Hvað hestamennsku og tamningar varðar, hefur það sýnt sig að þessar "mjúkramanna, grænu aðferðir" skila miklu betri árangri en þessar tamningaraðferðir sem minnst var á í pistlinum góða, þessar sem sýndu manndóm og stórhug karlmanna. Og ef grannt er skoðað er þetta í raun sama lögmál og gildir í tamningu mannfólks, það er varla hægt að búast við að barið barn verði nokkru sinni að manni. Eins og fram kom framar í þessum texta mínum náði ég ekki punktinum með skrifum pistilhöfundar. Fljótt á litið virtist þetta vera óður til karlmanna um að gæta sín á valkyrjum þeim sem hafa það eitt að markmiði að bola þeim út úr samfélaginu, skella á þá uppþvottahönskum og læsa þá inni í eldhúsi. En þegar allt kom til alls fannst mér þetta snúast upp í andhverfu sína og verða niðurlægjandi fyrir karlþjóðina. Með þessum texta sínum fannst mér pistilhöfundur gera karlmenn að einhverjum greyjum sem óréttlæti heimsins og "testósterónóverdósaðar" breddur hefði leikið grátt. Því miður fyrir þá sem hafa þetta sjónarmið á lífið bendir allt til þess að þeir séu í útrýmingarhættu, ekki af völdum kvenmanna, heldur hafa þeir grafið sína eigin gröf einir og óstuddir. Ef til vill hefur blessaður maðurinn ekki verið með sjálfum sér þegar hann skrifaði þennan pistil og satt að segja er það von mín, en alltént held ég að hann ætti bara að halda sig við hestapistlana og leggja frá sér karlrembupennann áður en hann meiðir sig á honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Karlveldi og hestar - Ása Óðinsdóttir Ég las hestapistil Jens Einarssonar þriðjudaginn 29. mars og eins og nafnið gefur til kynna vænti ég þess að pistillinn fjallaði um hesta. En ég þurfti ekki að lesa meira en fyrstu setninguna til þess að gera mér ljóst að ég fengi ekki mikla hestamennsku með morgunkaffinu þennan daginn. Hér var til umræðu hrun hins íslenska karlaveldis á kostnað hestsins. Ég renndi þó í gegn um pistilinn og kjálkarnir sigu æ neðar eftir því sem lengra leið á þessi sorglegu skrif. Ég var satt að segja alltaf að bíða eftir punktinum með pistlinum, sem svo kom aldrei. Ég býst svo sem ekki við að sjónarmiði Jens verði breytt, enda væri það tímasóun að ætla sér það. Hins vegar efast ég stórlega um að þessi karlaútrýming úr samfélaginu sé mjög raunveruleg. Málið er bara það eins og allir vita, eða ættu að vita, að það skilar litlum tekjum í heimiliskassann að skeina rassa og skúra gólf heima eða heiman, jafnvel þó að það sé ekki síður mikilvægt en að byggja hús eða keyra lyftara. Svo virðist líka sem konur séu líka fullfærar um að skila sómasamlega af sér öllu því sem karlar hafa gert í gegn um tíðina, jafnvel að míga uppréttar. Hvað hestamennsku og tamningar varðar, hefur það sýnt sig að þessar "mjúkramanna, grænu aðferðir" skila miklu betri árangri en þessar tamningaraðferðir sem minnst var á í pistlinum góða, þessar sem sýndu manndóm og stórhug karlmanna. Og ef grannt er skoðað er þetta í raun sama lögmál og gildir í tamningu mannfólks, það er varla hægt að búast við að barið barn verði nokkru sinni að manni. Eins og fram kom framar í þessum texta mínum náði ég ekki punktinum með skrifum pistilhöfundar. Fljótt á litið virtist þetta vera óður til karlmanna um að gæta sín á valkyrjum þeim sem hafa það eitt að markmiði að bola þeim út úr samfélaginu, skella á þá uppþvottahönskum og læsa þá inni í eldhúsi. En þegar allt kom til alls fannst mér þetta snúast upp í andhverfu sína og verða niðurlægjandi fyrir karlþjóðina. Með þessum texta sínum fannst mér pistilhöfundur gera karlmenn að einhverjum greyjum sem óréttlæti heimsins og "testósterónóverdósaðar" breddur hefði leikið grátt. Því miður fyrir þá sem hafa þetta sjónarmið á lífið bendir allt til þess að þeir séu í útrýmingarhættu, ekki af völdum kvenmanna, heldur hafa þeir grafið sína eigin gröf einir og óstuddir. Ef til vill hefur blessaður maðurinn ekki verið með sjálfum sér þegar hann skrifaði þennan pistil og satt að segja er það von mín, en alltént held ég að hann ætti bara að halda sig við hestapistlana og leggja frá sér karlrembupennann áður en hann meiðir sig á honum.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar