Ný ríkisstjórn og ný verkefni 7. apríl 2005 00:01 Stjórnmál - Lúðvík Gizurarson, hrl. Nýja ríkisstjórn vantar í dag með ný verkefni og nýjar áherzlur. Samfylkingin bauð Halldóri Ásgrímssyni eftir síðustu kosningar að verða forsætisráðherra í nýrri samstjórn Samfylkingar og Framsóknar án skilyrða. Þetta tilboð náði ekki eyrum Halldórs Ásgrímssonar núverandi forsætisráðherra. Hann hefði betur tekið því og orðið forsætisráðherra frá seinustu kosningum með góðri reisn og virðingu. Þetta tilboð Samfylkingar dugði samt Halldóri til að svæla embætti forsætisráðherra af Davíð og hefur Halldór í dag fengið það afhent skv. samningi. Augljóslega hefur þetta tímabil frá seinustu kosningum verið samfelld raunasaga. Komin er aftur veruleg verðbólga síðustu mánuði sem falin er fyrir almeninngi með risa 9% stýrivöxtum Seðlabanka sem eru ekki í samræmi við neinn raunveruleika og þvinga verð á dollaranum niður í 50-60 krónur þegar rétt gengi og frjálst væri svona um 75 krónur dollarinn. Ódýr dollari setur ferðaþjónustuna á hausinn að hluta. Líka útgerðina. Annað vandræðamál er slæmur fjárhagur sveitarfélaga en þau eru svelt viljandi fjárhagslega af ríkisstjórninni sem þvingar samt sveitarfélögin til að taka á sig ný og fleiri þung fjárhagsleg verkefni sem þau ráða ekki við fjárhagslega með núverandi tekjustofnum. Þau vantar nýja tekjustofna t.d. til að fjármagna gjaldfrjálsan leikskóla. Ráðið er það og lausnin að afhenda sveitarfélögunum allan benzínskattinn sem verður að mestu til við akstur bíla í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Á þessu svæði vantar fleiri hraðbrautir út úr bænum, fleiri ódýrar lóðir til að byggja á og fé til margvíslegra annarra góðra mála. Sveitarfélögin verða að blómstra fjárhagslega, sbr. leikskólann gjaldfrjálsa. Frekar valdi núverandi ríkisstjórn þá leið að lækka skatta og vanrækja á móti mörg bráðnauðsynleg verkefni eins og að fækka slysum og slysagildrum úti á vegum og í bæjum eða á öllum þjóðvegum. Veldur óþarfa slysum og dauðsföllum. Í stað þess að stjórna landinu og koma fram góðum málum sbr. leikskólana og þá fría hefur allt snúist um hégóma frá seinustu kosningum eins og t.d. Hannes Hafstein stórskáld. Hann er eign þjóðarinnar og Alþingis en þáverandi forsætisráðherra fór nánast með stórskáldið heim til sín. Næst tóku við Fjölmiðlalög með tilheyrandi styrjaldarrekstri í þjóðfélaginu. Allt sett á haus. Síðan Halldór Ásgrímsson tók við sem forsætisráðherra af Davíð Oddssyni hefur hvert draugamálið á fætur öðru verið magnað upp á hendur honum í pukri. Þegar Valhöll og Vinstri grænir gátu ekki lengur magnað upp Írak aftur og aftur á hendur forsætisráðherra var fátt um fína drætti i bili. Þá settist núverandi utanríkisráðherra viljandi að því er virtist í stól forsætisráðherra á Alþingi en VG blésu það út með öllum hætti. Seinasti draugagangurinn er svo ráðning í lítið starf hjá RÚV. Það er magnað á hendur forsætisráðherra, þar sem þessi nýráðni maður kom ekki beint úr Valhöll eins og margir hjá RÚV. Þá hefði ekkert verið sagt. Svo endaði þetta allt nýlega með því að herra Bush forseti Bandaríkjanna gekk þögull fram hjá forsætisráðherra okkar á NATO-fundi þótt Halldór legði hönd á öxl honum í vinsemd. Það er betra fyrir Halldór Ásgrímsson að koma sér strax í nýja stjórn með Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál - Lúðvík Gizurarson, hrl. Nýja ríkisstjórn vantar í dag með ný verkefni og nýjar áherzlur. Samfylkingin bauð Halldóri Ásgrímssyni eftir síðustu kosningar að verða forsætisráðherra í nýrri samstjórn Samfylkingar og Framsóknar án skilyrða. Þetta tilboð náði ekki eyrum Halldórs Ásgrímssonar núverandi forsætisráðherra. Hann hefði betur tekið því og orðið forsætisráðherra frá seinustu kosningum með góðri reisn og virðingu. Þetta tilboð Samfylkingar dugði samt Halldóri til að svæla embætti forsætisráðherra af Davíð og hefur Halldór í dag fengið það afhent skv. samningi. Augljóslega hefur þetta tímabil frá seinustu kosningum verið samfelld raunasaga. Komin er aftur veruleg verðbólga síðustu mánuði sem falin er fyrir almeninngi með risa 9% stýrivöxtum Seðlabanka sem eru ekki í samræmi við neinn raunveruleika og þvinga verð á dollaranum niður í 50-60 krónur þegar rétt gengi og frjálst væri svona um 75 krónur dollarinn. Ódýr dollari setur ferðaþjónustuna á hausinn að hluta. Líka útgerðina. Annað vandræðamál er slæmur fjárhagur sveitarfélaga en þau eru svelt viljandi fjárhagslega af ríkisstjórninni sem þvingar samt sveitarfélögin til að taka á sig ný og fleiri þung fjárhagsleg verkefni sem þau ráða ekki við fjárhagslega með núverandi tekjustofnum. Þau vantar nýja tekjustofna t.d. til að fjármagna gjaldfrjálsan leikskóla. Ráðið er það og lausnin að afhenda sveitarfélögunum allan benzínskattinn sem verður að mestu til við akstur bíla í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Á þessu svæði vantar fleiri hraðbrautir út úr bænum, fleiri ódýrar lóðir til að byggja á og fé til margvíslegra annarra góðra mála. Sveitarfélögin verða að blómstra fjárhagslega, sbr. leikskólann gjaldfrjálsa. Frekar valdi núverandi ríkisstjórn þá leið að lækka skatta og vanrækja á móti mörg bráðnauðsynleg verkefni eins og að fækka slysum og slysagildrum úti á vegum og í bæjum eða á öllum þjóðvegum. Veldur óþarfa slysum og dauðsföllum. Í stað þess að stjórna landinu og koma fram góðum málum sbr. leikskólana og þá fría hefur allt snúist um hégóma frá seinustu kosningum eins og t.d. Hannes Hafstein stórskáld. Hann er eign þjóðarinnar og Alþingis en þáverandi forsætisráðherra fór nánast með stórskáldið heim til sín. Næst tóku við Fjölmiðlalög með tilheyrandi styrjaldarrekstri í þjóðfélaginu. Allt sett á haus. Síðan Halldór Ásgrímsson tók við sem forsætisráðherra af Davíð Oddssyni hefur hvert draugamálið á fætur öðru verið magnað upp á hendur honum í pukri. Þegar Valhöll og Vinstri grænir gátu ekki lengur magnað upp Írak aftur og aftur á hendur forsætisráðherra var fátt um fína drætti i bili. Þá settist núverandi utanríkisráðherra viljandi að því er virtist í stól forsætisráðherra á Alþingi en VG blésu það út með öllum hætti. Seinasti draugagangurinn er svo ráðning í lítið starf hjá RÚV. Það er magnað á hendur forsætisráðherra, þar sem þessi nýráðni maður kom ekki beint úr Valhöll eins og margir hjá RÚV. Þá hefði ekkert verið sagt. Svo endaði þetta allt nýlega með því að herra Bush forseti Bandaríkjanna gekk þögull fram hjá forsætisráðherra okkar á NATO-fundi þótt Halldór legði hönd á öxl honum í vinsemd. Það er betra fyrir Halldór Ásgrímsson að koma sér strax í nýja stjórn með Samfylkingunni.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun