Siðmennt styður fræðslu um kristni 7. apríl 2005 00:01 Kristnifræðsla - Sigurður Hólm Gunnarsson Guðmundur Magnússon endurtekur rangfærslu Karls Sigurbjörnssonar, biskups, gagnrýnislaust í grein undir liðnum Sjónarmið í Fréttablaðinu fyrir skömmu. Guðmundur vísar til orða biskups á páskum þar sem hann segir: "Fámennur þrýstihópur vill rýma fræðslu um þá mikilvægu grunnstoð samfélagsins sem kristni er, út úr skólanum, í nafni mannréttinda og fjölmenningar." Hér er biskup augljóslega að vísa til Siðmenntar en fer um leið algerlega rangt með stefnu félagsins. Hið rétta er að Siðmennt hefur barist gegn trúboði í opinberum grunnskólum og lagt fram þá hógværu kröfu að opinberir skólar séu reknir sem fræðslustofnanir en ekki nýttir sem vettvangur trúboðs og átrúnaðar. Þessi krafa er gerð, eins og biskup segir réttilega, í nafni mannréttinda. Siðmennt telur að yfirvöld eigi að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur. Eitt helsta baráttumál Siðmenntar er fullt trúfrelsi og umburðarlyndi gagnvart ólíkum lífsskoðunum. Rík ástæða er því til að leiðrétta þann útbreidda misskilning að Siðmennt sé á móti fræðslu um kristni eða önnur trúarbrögð. Siðmennt er þvert á móti þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að börn séu uppfrædd um helstu trúarbrögð heims. Félagið hefur einnig tekið skýrt fram að eðlilegt sé, vegna menningarsögulegra tengsla, að börn læri meira um kristna trú en önnur trúarbrögð. Siðmennt gerir því athugasemdir við trúboð í opinberum skólum en fagnar um leið allri hlutlægri fræðslu. Þetta hefur alltaf verið stefna félagsins. Stefnu Siðmenntar í trúfrelsismálum má finna á vefslóðinni: www.sidmennt.is/trufrelsi. Höfundur er varaformaður Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kristnifræðsla - Sigurður Hólm Gunnarsson Guðmundur Magnússon endurtekur rangfærslu Karls Sigurbjörnssonar, biskups, gagnrýnislaust í grein undir liðnum Sjónarmið í Fréttablaðinu fyrir skömmu. Guðmundur vísar til orða biskups á páskum þar sem hann segir: "Fámennur þrýstihópur vill rýma fræðslu um þá mikilvægu grunnstoð samfélagsins sem kristni er, út úr skólanum, í nafni mannréttinda og fjölmenningar." Hér er biskup augljóslega að vísa til Siðmenntar en fer um leið algerlega rangt með stefnu félagsins. Hið rétta er að Siðmennt hefur barist gegn trúboði í opinberum grunnskólum og lagt fram þá hógværu kröfu að opinberir skólar séu reknir sem fræðslustofnanir en ekki nýttir sem vettvangur trúboðs og átrúnaðar. Þessi krafa er gerð, eins og biskup segir réttilega, í nafni mannréttinda. Siðmennt telur að yfirvöld eigi að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur. Eitt helsta baráttumál Siðmenntar er fullt trúfrelsi og umburðarlyndi gagnvart ólíkum lífsskoðunum. Rík ástæða er því til að leiðrétta þann útbreidda misskilning að Siðmennt sé á móti fræðslu um kristni eða önnur trúarbrögð. Siðmennt er þvert á móti þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að börn séu uppfrædd um helstu trúarbrögð heims. Félagið hefur einnig tekið skýrt fram að eðlilegt sé, vegna menningarsögulegra tengsla, að börn læri meira um kristna trú en önnur trúarbrögð. Siðmennt gerir því athugasemdir við trúboð í opinberum skólum en fagnar um leið allri hlutlægri fræðslu. Þetta hefur alltaf verið stefna félagsins. Stefnu Siðmenntar í trúfrelsismálum má finna á vefslóðinni: www.sidmennt.is/trufrelsi. Höfundur er varaformaður Siðmenntar.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun