Siðmennt styður fræðslu um kristni 7. apríl 2005 00:01 Kristnifræðsla - Sigurður Hólm Gunnarsson Guðmundur Magnússon endurtekur rangfærslu Karls Sigurbjörnssonar, biskups, gagnrýnislaust í grein undir liðnum Sjónarmið í Fréttablaðinu fyrir skömmu. Guðmundur vísar til orða biskups á páskum þar sem hann segir: "Fámennur þrýstihópur vill rýma fræðslu um þá mikilvægu grunnstoð samfélagsins sem kristni er, út úr skólanum, í nafni mannréttinda og fjölmenningar." Hér er biskup augljóslega að vísa til Siðmenntar en fer um leið algerlega rangt með stefnu félagsins. Hið rétta er að Siðmennt hefur barist gegn trúboði í opinberum grunnskólum og lagt fram þá hógværu kröfu að opinberir skólar séu reknir sem fræðslustofnanir en ekki nýttir sem vettvangur trúboðs og átrúnaðar. Þessi krafa er gerð, eins og biskup segir réttilega, í nafni mannréttinda. Siðmennt telur að yfirvöld eigi að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur. Eitt helsta baráttumál Siðmenntar er fullt trúfrelsi og umburðarlyndi gagnvart ólíkum lífsskoðunum. Rík ástæða er því til að leiðrétta þann útbreidda misskilning að Siðmennt sé á móti fræðslu um kristni eða önnur trúarbrögð. Siðmennt er þvert á móti þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að börn séu uppfrædd um helstu trúarbrögð heims. Félagið hefur einnig tekið skýrt fram að eðlilegt sé, vegna menningarsögulegra tengsla, að börn læri meira um kristna trú en önnur trúarbrögð. Siðmennt gerir því athugasemdir við trúboð í opinberum skólum en fagnar um leið allri hlutlægri fræðslu. Þetta hefur alltaf verið stefna félagsins. Stefnu Siðmenntar í trúfrelsismálum má finna á vefslóðinni: www.sidmennt.is/trufrelsi. Höfundur er varaformaður Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kristnifræðsla - Sigurður Hólm Gunnarsson Guðmundur Magnússon endurtekur rangfærslu Karls Sigurbjörnssonar, biskups, gagnrýnislaust í grein undir liðnum Sjónarmið í Fréttablaðinu fyrir skömmu. Guðmundur vísar til orða biskups á páskum þar sem hann segir: "Fámennur þrýstihópur vill rýma fræðslu um þá mikilvægu grunnstoð samfélagsins sem kristni er, út úr skólanum, í nafni mannréttinda og fjölmenningar." Hér er biskup augljóslega að vísa til Siðmenntar en fer um leið algerlega rangt með stefnu félagsins. Hið rétta er að Siðmennt hefur barist gegn trúboði í opinberum grunnskólum og lagt fram þá hógværu kröfu að opinberir skólar séu reknir sem fræðslustofnanir en ekki nýttir sem vettvangur trúboðs og átrúnaðar. Þessi krafa er gerð, eins og biskup segir réttilega, í nafni mannréttinda. Siðmennt telur að yfirvöld eigi að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur. Eitt helsta baráttumál Siðmenntar er fullt trúfrelsi og umburðarlyndi gagnvart ólíkum lífsskoðunum. Rík ástæða er því til að leiðrétta þann útbreidda misskilning að Siðmennt sé á móti fræðslu um kristni eða önnur trúarbrögð. Siðmennt er þvert á móti þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að börn séu uppfrædd um helstu trúarbrögð heims. Félagið hefur einnig tekið skýrt fram að eðlilegt sé, vegna menningarsögulegra tengsla, að börn læri meira um kristna trú en önnur trúarbrögð. Siðmennt gerir því athugasemdir við trúboð í opinberum skólum en fagnar um leið allri hlutlægri fræðslu. Þetta hefur alltaf verið stefna félagsins. Stefnu Siðmenntar í trúfrelsismálum má finna á vefslóðinni: www.sidmennt.is/trufrelsi. Höfundur er varaformaður Siðmenntar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun