Innlent

Verktaki ákveður fyrstu skref

"Það verður ákvörðun þess verktaka sem verkið hlýtur hvenær hann vill hefja framkvæmdir við Héðinsfjarðargöngin," segir Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra. Komið hefur fram að útboð á verkinu fari fram síðla þessa árs en þar sem ríkið leggur aðeins til um 700 milljónir króna til verksins 2006 er það í raun verktakans að ákvarða hvenær hann telur heppilegt að hefja framkvæmdir með tilliti til þess fjármagns sem í boði er það árið. Samkvæmt samgönguáætlun verður varið 1,2 milljarði króna varið til gangagerðar á þessu ári, 700 milljónum á því næsta og alls tæplega 5,4 milljörðum fram til ársins 2009. Einhver kostnaður er enn eftir vegna Fáskrúðsfjarðarganga sem einnig er gert ráð fyrir í þessum tölum en áætlaður heildarkostnaður vegna Héðinsfjarðarganga er um sex milljarðar króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×