Innlent

450 framhaldsskólanemar mótmæla

Allt að 450 framhaldsskólanemar úr sex skólum höfuðborgarsvæðisins mótmæltu fyrirhuguðu framvarpi menntamálaráðherra um styttingu framhaldsskólanáms á Austurvelli í gær. Einn nemendanna henti eggjum á Alþingishúsið og fékk tiltal lögreglu. Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, fulltrúi hagsmunaráðs íslenskra framhalsskólanema, segir mótmælin ætluð til að stöðva framgöngu frumvarpsins. "Við mótmælum þeim aðferðum menntamálaráðherra að vilja stytta stúdentspróf með því að færa fjóra áfanga framhaldsskólanna niður í grunnskólanna en ætla ekki að gera neitt frekar í grunnskólanum," segir Fanný: "Það bætir ekki menntakerfið með neinum hætti." Fanný segir menntamálaráðherra ekki hafa litið til afleiðinga náms á verknámsbrautum verði námið stytt. Hugmyndin sé fljótfærin. Horft hafi verið til Svíþjóðar en þar beini háskólar nemendum á að taka aukaáfanga til að komast inn í vissar deildir þeirra því stúdentsprófin séu ekki fullnægjandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×