Innlent

Konur þriðjungur manna á Vogi

Konur voru tæplega þriðjungur þeirra 17.512 sem höfðu innritast á meðferðarsjúkrahúsið Vog í árslok 2004. Áttatíu prósent allra sem fóru í meðferð fóru þrisvar sinnum eða sjaldnar. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, segir enga skýringu vera á því hvers vegna færri konur en karlar fara í meðferð en margar kenningar séu á lofti. "Meðal annars hefur verið talað um annars konar félagslega stöðu konunnar og aðra áhættuþætti; þjóðfélagið veiti þeim meira aðhald vegna barnauppeldis og að viðhorfin séu strangari gagnvart þeim," segir Þórarinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×