Blair og breska íhaldið 6. apríl 2005 00:01 Björgvin G. Sigurðsson skrifar um bresku kosningarnar. Breski Verkamannaflokkurinn gjörsigraði Íhaldsflokkinn í maí árið 1997 og var það ógleymanlegt að vera staddur á kosningahátíð flokksins í London þá nótt. Leikurinn var síðan endurtekinn 2001 þegar Tony Blair leiddi flokkinn til stórsigurs öðru sinni. Í fyrsta sinn í rúmlega 100 ára sögu flokksins hefur hann setið tvö heil kjörtímabil í röð við völd í Bretlandi. Í vor verður kosið á ný til breska þingsins. Átta árum eftir sigurinn mikla og þremur leiðtogum hjá Íhaldsflokknum síðar stefnir allt í að Tony Blair leiði flokk sinn til þriðja sigursins í röð. Þrátt fyrir þau reginmistök Blairs að taka þátt í og styðja innrásina í Írak og nokkur erfið mál innanlands á borð við afsögn Davids Blunkett, innanríkismálaráðherra, átökin á milli Blairs og Gordons Brown, fjármálaráðherra, hefur breskum hægrimönnum ekki tekist að öðlast tiltrú kjósenda, enda flokkurinn rúinn trausti og stefnumiðum eftir afhroðið 1997. Bæði Íhaldsmenn og Frjálslyndir hafa að sjálfsögðu bundið við það miklar vonir að þeir næðu í það minnsta að höggva verulega í meirihluta Verkamannaflokksins. Að minnsta kosti að ná einhverju af fylginu til baka sem fór til Verkamannaflokksins 1997, en Tony Blair, sem hefur ásamt Gordon Brown gnæft yfir bresk stjórnmál síðastliðinn áratug, virðist ætla að standa þetta af sér. Þá virkar Michael Howard flokksformaður Íhaldsmanna ekki mjög sannfærandi sem valkostur við hliðina á Blair og Brown og pólitík Íhaldsflokksins er vægast sagt fráhrindandi enda komin lengra til hægri en nokkru sinni fyrr um árabil. Miðjan er horfin úr flokknum. Allt stefnir því í þriðja sigurinn og hann verði sögulegur, því margt bendir til að hann verði af svipaðri stærðargráðu og hinir tveir. Flokkurinn hefur nú yfir 160 manna meirihluta í breska þinginu. Til samanburðar má geta þess að Frjálslyndir demókratar hafa um það bil 55 þingmenn á þinginu í það heila. Howard hefur ekki náð og varla reynt að færa Íhaldsflokkinn nær miðju og hefur það valdið talsverðum deilum innan flokksins. Til dæmis þá hefur Michael Portillo, fyrrum ráðherra og þingmaður flokksins, gagnrýnt Howard harkalega. Portillo telst til hófsamra innan flokksins og átelur hann Howard fyrir að hafa ekki notað tækifæri sitt til að færa flokkinn nær miðju og gera hann þannig kjósanlegan á ný. Staðan er því um margt hagfelld fyrir Verkamannaflokkinn ef litast er um innanlands nú rétt fyrir kosningar. Efnahagurinn blómstrar, Íhaldið áfram rúið trausti, atvinnuleysi það minnsta í 20 ár, miklar umbætur og fjárfestingar í mennta- og heilbrigðiskerfinu og þannig mætti lengi telja. Tony Blair þarf hinsvegar að vinna þennan þriðja sigur og halda flokknum við völd til að honum takist að setja það mark sitt á breskt samfélag sem upp var lagt með af endurnýjuðum Verkamannaflokki árið 1997 eftir átján ára eyðimerkurgöngu. Markmiðið var og er að breyta bresku samfélagi með varanlegum hætti á mörgum sviðum. Til þess þarf flokkurinn lengri tíma og því verður spurt að leikslokum í maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson skrifar um bresku kosningarnar. Breski Verkamannaflokkurinn gjörsigraði Íhaldsflokkinn í maí árið 1997 og var það ógleymanlegt að vera staddur á kosningahátíð flokksins í London þá nótt. Leikurinn var síðan endurtekinn 2001 þegar Tony Blair leiddi flokkinn til stórsigurs öðru sinni. Í fyrsta sinn í rúmlega 100 ára sögu flokksins hefur hann setið tvö heil kjörtímabil í röð við völd í Bretlandi. Í vor verður kosið á ný til breska þingsins. Átta árum eftir sigurinn mikla og þremur leiðtogum hjá Íhaldsflokknum síðar stefnir allt í að Tony Blair leiði flokk sinn til þriðja sigursins í röð. Þrátt fyrir þau reginmistök Blairs að taka þátt í og styðja innrásina í Írak og nokkur erfið mál innanlands á borð við afsögn Davids Blunkett, innanríkismálaráðherra, átökin á milli Blairs og Gordons Brown, fjármálaráðherra, hefur breskum hægrimönnum ekki tekist að öðlast tiltrú kjósenda, enda flokkurinn rúinn trausti og stefnumiðum eftir afhroðið 1997. Bæði Íhaldsmenn og Frjálslyndir hafa að sjálfsögðu bundið við það miklar vonir að þeir næðu í það minnsta að höggva verulega í meirihluta Verkamannaflokksins. Að minnsta kosti að ná einhverju af fylginu til baka sem fór til Verkamannaflokksins 1997, en Tony Blair, sem hefur ásamt Gordon Brown gnæft yfir bresk stjórnmál síðastliðinn áratug, virðist ætla að standa þetta af sér. Þá virkar Michael Howard flokksformaður Íhaldsmanna ekki mjög sannfærandi sem valkostur við hliðina á Blair og Brown og pólitík Íhaldsflokksins er vægast sagt fráhrindandi enda komin lengra til hægri en nokkru sinni fyrr um árabil. Miðjan er horfin úr flokknum. Allt stefnir því í þriðja sigurinn og hann verði sögulegur, því margt bendir til að hann verði af svipaðri stærðargráðu og hinir tveir. Flokkurinn hefur nú yfir 160 manna meirihluta í breska þinginu. Til samanburðar má geta þess að Frjálslyndir demókratar hafa um það bil 55 þingmenn á þinginu í það heila. Howard hefur ekki náð og varla reynt að færa Íhaldsflokkinn nær miðju og hefur það valdið talsverðum deilum innan flokksins. Til dæmis þá hefur Michael Portillo, fyrrum ráðherra og þingmaður flokksins, gagnrýnt Howard harkalega. Portillo telst til hófsamra innan flokksins og átelur hann Howard fyrir að hafa ekki notað tækifæri sitt til að færa flokkinn nær miðju og gera hann þannig kjósanlegan á ný. Staðan er því um margt hagfelld fyrir Verkamannaflokkinn ef litast er um innanlands nú rétt fyrir kosningar. Efnahagurinn blómstrar, Íhaldið áfram rúið trausti, atvinnuleysi það minnsta í 20 ár, miklar umbætur og fjárfestingar í mennta- og heilbrigðiskerfinu og þannig mætti lengi telja. Tony Blair þarf hinsvegar að vinna þennan þriðja sigur og halda flokknum við völd til að honum takist að setja það mark sitt á breskt samfélag sem upp var lagt með af endurnýjuðum Verkamannaflokki árið 1997 eftir átján ára eyðimerkurgöngu. Markmiðið var og er að breyta bresku samfélagi með varanlegum hætti á mörgum sviðum. Til þess þarf flokkurinn lengri tíma og því verður spurt að leikslokum í maí.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun