Blair og breska íhaldið 6. apríl 2005 00:01 Björgvin G. Sigurðsson skrifar um bresku kosningarnar. Breski Verkamannaflokkurinn gjörsigraði Íhaldsflokkinn í maí árið 1997 og var það ógleymanlegt að vera staddur á kosningahátíð flokksins í London þá nótt. Leikurinn var síðan endurtekinn 2001 þegar Tony Blair leiddi flokkinn til stórsigurs öðru sinni. Í fyrsta sinn í rúmlega 100 ára sögu flokksins hefur hann setið tvö heil kjörtímabil í röð við völd í Bretlandi. Í vor verður kosið á ný til breska þingsins. Átta árum eftir sigurinn mikla og þremur leiðtogum hjá Íhaldsflokknum síðar stefnir allt í að Tony Blair leiði flokk sinn til þriðja sigursins í röð. Þrátt fyrir þau reginmistök Blairs að taka þátt í og styðja innrásina í Írak og nokkur erfið mál innanlands á borð við afsögn Davids Blunkett, innanríkismálaráðherra, átökin á milli Blairs og Gordons Brown, fjármálaráðherra, hefur breskum hægrimönnum ekki tekist að öðlast tiltrú kjósenda, enda flokkurinn rúinn trausti og stefnumiðum eftir afhroðið 1997. Bæði Íhaldsmenn og Frjálslyndir hafa að sjálfsögðu bundið við það miklar vonir að þeir næðu í það minnsta að höggva verulega í meirihluta Verkamannaflokksins. Að minnsta kosti að ná einhverju af fylginu til baka sem fór til Verkamannaflokksins 1997, en Tony Blair, sem hefur ásamt Gordon Brown gnæft yfir bresk stjórnmál síðastliðinn áratug, virðist ætla að standa þetta af sér. Þá virkar Michael Howard flokksformaður Íhaldsmanna ekki mjög sannfærandi sem valkostur við hliðina á Blair og Brown og pólitík Íhaldsflokksins er vægast sagt fráhrindandi enda komin lengra til hægri en nokkru sinni fyrr um árabil. Miðjan er horfin úr flokknum. Allt stefnir því í þriðja sigurinn og hann verði sögulegur, því margt bendir til að hann verði af svipaðri stærðargráðu og hinir tveir. Flokkurinn hefur nú yfir 160 manna meirihluta í breska þinginu. Til samanburðar má geta þess að Frjálslyndir demókratar hafa um það bil 55 þingmenn á þinginu í það heila. Howard hefur ekki náð og varla reynt að færa Íhaldsflokkinn nær miðju og hefur það valdið talsverðum deilum innan flokksins. Til dæmis þá hefur Michael Portillo, fyrrum ráðherra og þingmaður flokksins, gagnrýnt Howard harkalega. Portillo telst til hófsamra innan flokksins og átelur hann Howard fyrir að hafa ekki notað tækifæri sitt til að færa flokkinn nær miðju og gera hann þannig kjósanlegan á ný. Staðan er því um margt hagfelld fyrir Verkamannaflokkinn ef litast er um innanlands nú rétt fyrir kosningar. Efnahagurinn blómstrar, Íhaldið áfram rúið trausti, atvinnuleysi það minnsta í 20 ár, miklar umbætur og fjárfestingar í mennta- og heilbrigðiskerfinu og þannig mætti lengi telja. Tony Blair þarf hinsvegar að vinna þennan þriðja sigur og halda flokknum við völd til að honum takist að setja það mark sitt á breskt samfélag sem upp var lagt með af endurnýjuðum Verkamannaflokki árið 1997 eftir átján ára eyðimerkurgöngu. Markmiðið var og er að breyta bresku samfélagi með varanlegum hætti á mörgum sviðum. Til þess þarf flokkurinn lengri tíma og því verður spurt að leikslokum í maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson skrifar um bresku kosningarnar. Breski Verkamannaflokkurinn gjörsigraði Íhaldsflokkinn í maí árið 1997 og var það ógleymanlegt að vera staddur á kosningahátíð flokksins í London þá nótt. Leikurinn var síðan endurtekinn 2001 þegar Tony Blair leiddi flokkinn til stórsigurs öðru sinni. Í fyrsta sinn í rúmlega 100 ára sögu flokksins hefur hann setið tvö heil kjörtímabil í röð við völd í Bretlandi. Í vor verður kosið á ný til breska þingsins. Átta árum eftir sigurinn mikla og þremur leiðtogum hjá Íhaldsflokknum síðar stefnir allt í að Tony Blair leiði flokk sinn til þriðja sigursins í röð. Þrátt fyrir þau reginmistök Blairs að taka þátt í og styðja innrásina í Írak og nokkur erfið mál innanlands á borð við afsögn Davids Blunkett, innanríkismálaráðherra, átökin á milli Blairs og Gordons Brown, fjármálaráðherra, hefur breskum hægrimönnum ekki tekist að öðlast tiltrú kjósenda, enda flokkurinn rúinn trausti og stefnumiðum eftir afhroðið 1997. Bæði Íhaldsmenn og Frjálslyndir hafa að sjálfsögðu bundið við það miklar vonir að þeir næðu í það minnsta að höggva verulega í meirihluta Verkamannaflokksins. Að minnsta kosti að ná einhverju af fylginu til baka sem fór til Verkamannaflokksins 1997, en Tony Blair, sem hefur ásamt Gordon Brown gnæft yfir bresk stjórnmál síðastliðinn áratug, virðist ætla að standa þetta af sér. Þá virkar Michael Howard flokksformaður Íhaldsmanna ekki mjög sannfærandi sem valkostur við hliðina á Blair og Brown og pólitík Íhaldsflokksins er vægast sagt fráhrindandi enda komin lengra til hægri en nokkru sinni fyrr um árabil. Miðjan er horfin úr flokknum. Allt stefnir því í þriðja sigurinn og hann verði sögulegur, því margt bendir til að hann verði af svipaðri stærðargráðu og hinir tveir. Flokkurinn hefur nú yfir 160 manna meirihluta í breska þinginu. Til samanburðar má geta þess að Frjálslyndir demókratar hafa um það bil 55 þingmenn á þinginu í það heila. Howard hefur ekki náð og varla reynt að færa Íhaldsflokkinn nær miðju og hefur það valdið talsverðum deilum innan flokksins. Til dæmis þá hefur Michael Portillo, fyrrum ráðherra og þingmaður flokksins, gagnrýnt Howard harkalega. Portillo telst til hófsamra innan flokksins og átelur hann Howard fyrir að hafa ekki notað tækifæri sitt til að færa flokkinn nær miðju og gera hann þannig kjósanlegan á ný. Staðan er því um margt hagfelld fyrir Verkamannaflokkinn ef litast er um innanlands nú rétt fyrir kosningar. Efnahagurinn blómstrar, Íhaldið áfram rúið trausti, atvinnuleysi það minnsta í 20 ár, miklar umbætur og fjárfestingar í mennta- og heilbrigðiskerfinu og þannig mætti lengi telja. Tony Blair þarf hinsvegar að vinna þennan þriðja sigur og halda flokknum við völd til að honum takist að setja það mark sitt á breskt samfélag sem upp var lagt með af endurnýjuðum Verkamannaflokki árið 1997 eftir átján ára eyðimerkurgöngu. Markmiðið var og er að breyta bresku samfélagi með varanlegum hætti á mörgum sviðum. Til þess þarf flokkurinn lengri tíma og því verður spurt að leikslokum í maí.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar