Sport

Bowyer fær háa sekt

Lee Bowyer, leikmaður Newcastle, hefur verið sektaður um sem nemur sex vikna launum fyrir áflogin við félaga sinn Kieron Dyer um helgina. Sektin er talin kosta leikmannin í kring um 240.000 pund og enn er ekki séð fyrir um refsingu hans, því hann á enn yfir höfði sér bann frá annarsvegar Newcastle og hinsvegar enska knattspyrnusambandinu. Newcastle hefur aftur í hyggju að áfrýja rauða spjaldinu sem Kieron Dyer fékk í leiknum og ætla að leggja fram myndbandsupptökur máli sínu til rökstuðnings.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×