Sport

Gerrard vill að Becks haldi áfram

Steven Gerrard vill að David Beckham haldi áfram sem landsliðsfyrirliði Englendinga, en Beckham varð fyrir harkalegri gagnrýni frá fyrrum leikmanni Manchester United, George Best, fyrir landsleikinn gegn Azerbaijan í gær. Beckham svarði þó gagnrýninni eins vel og hægt er og kórónaði frábæran leik sinn með góðu marki. "Hann er frábær leikmaður og rétti maðurinn í starfið, ég sé ekki hvað vandamálið er," sagði Gerrard. "Vandamálið er að hann hefur sett sér svo hátt viðmið, fólk vill að hann sé maður leiksins í hverjum leik og skori úr hverri aukaspyrnu. Málið er að á þessu stigi eru frábærir leikmenn í öllum stöðum og mjög erfitt að standa uppúr í hverjum leik." ...og Gerrard hélt áfram: "David hefur spilað mjög vel með landsliðinu og leiðir liðið áfram, jafnvel þegar hann er ekki að spila sinn besta leik. Mér finnst mjög gott að spila við hlið hans."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×