Rússar stöðva framkvæmdir 31. mars 2005 00:01 Misskilningur rússneskra ráðamanna í Moskvu olli því að sex fjögurra metra stálstöplar voru reistir á grunni nýrrar byggingar í bakgarði rússneska sendiráðsins í trássi við beiðni borgaryfirvalda um að stöðva allar framkvæmdir á lóðinni. Þetta segir Andrei Melnikov, sendiráðsfulltrúi sendiráðs Rússlands á Íslandi. Rússneska sendiráðið hóf byggingu 400 fermetra húsnæðis sem er sjö metra hátt á lóðinni fyrir aftan sendiráð Rússlands í Garðarstræti 33 án þess að sækja um tilskilin byggingarleyfi hjá Reykjavíkurborg. Í kjölfar athugasemda frá nágrönnum í desember var sendiráðinu gert að stöðva byggingarframkvæmdir á meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið, svo afgreiða megi byggingarleyfisumsókn. Melnikov segir að öllum framkvæmdum hafi verið hætt fyrir viku. "Yfirmenn í Moskvu héldu að einhver hluti leyfis hefði fengist hjá borgaryfirvöldum og því voru þessir stálstöplar reistir. Um leið og við komumst að því að svo var ekki var öll vinna stöðvuð," segir Melnikov. Nágrannar sendiráðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu Fréttablaðinu að Rússarnir hefðu unnið sleitulaust á byggingarstaðnum allt frá því í september og að þeir hafi gert meira en að reisa stálstöplana frá því í desember. Melnikov segir að rússnesk yfirvöld hafi staðið í þeirri trú að vandamálið væri fólgið í því byggingin væri of nálægt lóðamörkum. "Borgaryfirvöld óskuðu eftir því að við færðum bygginguna inn á lóðina um að minnsta kosti þrjá metra og að ef svo yrði gert þyrfti sendiráðið ekki að ganga í gegnum svo ítarlega málskynningu. Sendiráðið uppfyllti þessa ósk og færði bygginguna í planinu um 4,9 metra inn í lóðina," segir Melnikov. Hann segir að rússneska sendiráðið vilji fyrir alla muni eiga góð samskipti við nágranna. "Við viljum búa í sátt við þá og eigum von á því að málamiðlunarlausn verði fundin," segir hann. Skipulags- og byggingarnefnd tekur málið til umfjöllunar á miðvikudag. Skúrar undir byggingarefni. Reistir hafa verið fjölmargir skúrar í baklóð sendiráðsins í Garðastræti 33 og 35. Borgaryfirvöld hafa fengið þær skýringar að skúrarnir hýsi byggingarefni.MYND/GVA Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Misskilningur rússneskra ráðamanna í Moskvu olli því að sex fjögurra metra stálstöplar voru reistir á grunni nýrrar byggingar í bakgarði rússneska sendiráðsins í trássi við beiðni borgaryfirvalda um að stöðva allar framkvæmdir á lóðinni. Þetta segir Andrei Melnikov, sendiráðsfulltrúi sendiráðs Rússlands á Íslandi. Rússneska sendiráðið hóf byggingu 400 fermetra húsnæðis sem er sjö metra hátt á lóðinni fyrir aftan sendiráð Rússlands í Garðarstræti 33 án þess að sækja um tilskilin byggingarleyfi hjá Reykjavíkurborg. Í kjölfar athugasemda frá nágrönnum í desember var sendiráðinu gert að stöðva byggingarframkvæmdir á meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið, svo afgreiða megi byggingarleyfisumsókn. Melnikov segir að öllum framkvæmdum hafi verið hætt fyrir viku. "Yfirmenn í Moskvu héldu að einhver hluti leyfis hefði fengist hjá borgaryfirvöldum og því voru þessir stálstöplar reistir. Um leið og við komumst að því að svo var ekki var öll vinna stöðvuð," segir Melnikov. Nágrannar sendiráðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu Fréttablaðinu að Rússarnir hefðu unnið sleitulaust á byggingarstaðnum allt frá því í september og að þeir hafi gert meira en að reisa stálstöplana frá því í desember. Melnikov segir að rússnesk yfirvöld hafi staðið í þeirri trú að vandamálið væri fólgið í því byggingin væri of nálægt lóðamörkum. "Borgaryfirvöld óskuðu eftir því að við færðum bygginguna inn á lóðina um að minnsta kosti þrjá metra og að ef svo yrði gert þyrfti sendiráðið ekki að ganga í gegnum svo ítarlega málskynningu. Sendiráðið uppfyllti þessa ósk og færði bygginguna í planinu um 4,9 metra inn í lóðina," segir Melnikov. Hann segir að rússneska sendiráðið vilji fyrir alla muni eiga góð samskipti við nágranna. "Við viljum búa í sátt við þá og eigum von á því að málamiðlunarlausn verði fundin," segir hann. Skipulags- og byggingarnefnd tekur málið til umfjöllunar á miðvikudag. Skúrar undir byggingarefni. Reistir hafa verið fjölmargir skúrar í baklóð sendiráðsins í Garðastræti 33 og 35. Borgaryfirvöld hafa fengið þær skýringar að skúrarnir hýsi byggingarefni.MYND/GVA
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira