Innlent

Norsk kolmunnaskip landa í Eyjum

Norsk kolmunnaskip koma nú eitt af öðru til löndunar hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, frekar en að sigla helmingi lengri leið til Noregs til löndunar þar. Veiðisvæðið er nú röskar 300 sjómíður suðsuðaustur af Vestmannaeyjum, eða á Rockall-svæðinu svokallaða, og eru nokkur íslensk kolmunnaskip byrjuð við veiðar þar líka eftir að þau hættu loðnuveiðum. Annars eru þarna um 70 skip frá mörgum löndum, flest frá Rússlandi og Noregi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×