Erlent

Johnnie Cochran látinn

Bandaríski stjörnulögfræðingurinn Johnnie Cochran lést í gær úr krabbameini, sextíu og sjö ára að aldri. Cochran skaust upp á frægðarhimininn þegar hann fékk leikarann og ruðningshetjuna O.J. Simpson sýknaðan af ákæru um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína. Cochran hélt úti eigin sjónvarpsþætti um tíma og varði marga þekkta menn, popparann Michael Jackson og rapparann Sean Puffy Combs þeirra á meðal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×