Um jarðgöng og arðsemi 29. mars 2005 00:01 Egill, Smá athugasemd vegna þeirra umræðu sem er á vefnum þínum um jarðgangnamokstur og þá skoðun að ekki sé hægt að fullyrða, að engin arðsemi sé af jarðgangnaframkvæmdum á Siglufirði. Arðsemi samgöngumannvirkja eru reiknuð á ákveðinn hátt. Útreikningar hafa mismunandi áherslur og vægi, en byggja þó allir á svipuðum viðmiðum. Í útreikningum Vegagerðarinnar er skoðaður umferðakostnaður við framkvæmd, miðað við ef engin framkvæmd færi fram. Skoðað er hvort ávinningur af lækkun eldsneytis, ferða og rekstrakostnaðar bifreiða og vega sé meiri eða minni en kostnaður við framkvæmdina á líftíma mannvirkisins. Inn í þetta dæmi reiknast síðan vextir af fjármagninu á líftíma mannvirkisins. Einnig er meira og meira tekin inn í þessa reikninga fækkun slysa og töpuð mannsár vegna tímataps farþega við ferðir með eða án framkvæmda. Að auki er meira farið að skoða áhrif félagslegra þátta í þessum útreikningum. Verður t.d. meiri umferð um svæðið með framkvæmdunum eður ei. Þessa þætti er yfirleitt erfitt að leggja mat á, en með rannsóknum á félagslegum áhrifum þegar-byggðra-mannvirkja er hægt að leggja mat á þetta. Héðinsfjarðagöngin munu ekki skila hagnaði á líftíma sínum vegna þess hve fáir einstaklingar búa á Siglufirði og hve lítil umferð mun verða um mannvirkið. Ef einungið yrði litið til arðsemi af mannvikjum á Íslandi við framkvæmdaval, yrðu allar framkvæmdir næstu ára á Höfuðborgarsvæðinu. Ákvarðanir um framkvæmdarröðun eru því pólitískar og ekki byggðar á arðsemi eða þörfum. Varðandi atvinnustarfsemi, þá draga byggðakjarnar að. Fyrirtæki leita uppi staðsentingar annaðhvort nálægt hráefni eða fólki (starfskrafti). Mjög ólíklegt er að atvinnustarfsemi aukist á staðnum. Ef engin atvinnustarfsemi er í vexti þar núna, er líklegt að göngin muni ekki skapa ný atvinnutækifæri á Siglufirði. Það sem mun líkast til gerast á Siglufirði er þetta: Mestöll verslunarstarfsemi mun fara undir, þar sem allir sem hafa tækifæri til munu fara í ódýrari verslanir á Akureyri, einungis örlítil smávöruverslun mun því verða eftir (sjoppa og bensínstöð). Þjónustustarfsemi, líkt og sjúkrahús, lögregla ofl. mun að öllum líkindum sameinast Ólafsfirði í framtíðinni eða hverfa til Akureyrar þar sem það mun skila miklum sparnaði. Siglfirðingar munu í ríkara mæli sækja vinnu til Akureyrar eftir að göngin opna, og munu smátt og smátt finna sér dvalarstað nær nýjum atvinnustað sínum eða flytjast til Reykjavíkur, líkt og þeir hafa gert, þar sem tækifærin eru meiri. Göng til Siglufjarðar munu líkast til gera brottflutning þaðan hraðari. Kannski Akureyringar muni kaupa þar ódýrt húsnæði sem sumarbústaði, en mun róttækari og dýrari aðgerðir þarf til að halda lífi í staðnum. Kveðja, Guðjón T. Erlendsson London Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Egill, Smá athugasemd vegna þeirra umræðu sem er á vefnum þínum um jarðgangnamokstur og þá skoðun að ekki sé hægt að fullyrða, að engin arðsemi sé af jarðgangnaframkvæmdum á Siglufirði. Arðsemi samgöngumannvirkja eru reiknuð á ákveðinn hátt. Útreikningar hafa mismunandi áherslur og vægi, en byggja þó allir á svipuðum viðmiðum. Í útreikningum Vegagerðarinnar er skoðaður umferðakostnaður við framkvæmd, miðað við ef engin framkvæmd færi fram. Skoðað er hvort ávinningur af lækkun eldsneytis, ferða og rekstrakostnaðar bifreiða og vega sé meiri eða minni en kostnaður við framkvæmdina á líftíma mannvirkisins. Inn í þetta dæmi reiknast síðan vextir af fjármagninu á líftíma mannvirkisins. Einnig er meira og meira tekin inn í þessa reikninga fækkun slysa og töpuð mannsár vegna tímataps farþega við ferðir með eða án framkvæmda. Að auki er meira farið að skoða áhrif félagslegra þátta í þessum útreikningum. Verður t.d. meiri umferð um svæðið með framkvæmdunum eður ei. Þessa þætti er yfirleitt erfitt að leggja mat á, en með rannsóknum á félagslegum áhrifum þegar-byggðra-mannvirkja er hægt að leggja mat á þetta. Héðinsfjarðagöngin munu ekki skila hagnaði á líftíma sínum vegna þess hve fáir einstaklingar búa á Siglufirði og hve lítil umferð mun verða um mannvirkið. Ef einungið yrði litið til arðsemi af mannvikjum á Íslandi við framkvæmdaval, yrðu allar framkvæmdir næstu ára á Höfuðborgarsvæðinu. Ákvarðanir um framkvæmdarröðun eru því pólitískar og ekki byggðar á arðsemi eða þörfum. Varðandi atvinnustarfsemi, þá draga byggðakjarnar að. Fyrirtæki leita uppi staðsentingar annaðhvort nálægt hráefni eða fólki (starfskrafti). Mjög ólíklegt er að atvinnustarfsemi aukist á staðnum. Ef engin atvinnustarfsemi er í vexti þar núna, er líklegt að göngin muni ekki skapa ný atvinnutækifæri á Siglufirði. Það sem mun líkast til gerast á Siglufirði er þetta: Mestöll verslunarstarfsemi mun fara undir, þar sem allir sem hafa tækifæri til munu fara í ódýrari verslanir á Akureyri, einungis örlítil smávöruverslun mun því verða eftir (sjoppa og bensínstöð). Þjónustustarfsemi, líkt og sjúkrahús, lögregla ofl. mun að öllum líkindum sameinast Ólafsfirði í framtíðinni eða hverfa til Akureyrar þar sem það mun skila miklum sparnaði. Siglfirðingar munu í ríkara mæli sækja vinnu til Akureyrar eftir að göngin opna, og munu smátt og smátt finna sér dvalarstað nær nýjum atvinnustað sínum eða flytjast til Reykjavíkur, líkt og þeir hafa gert, þar sem tækifærin eru meiri. Göng til Siglufjarðar munu líkast til gera brottflutning þaðan hraðari. Kannski Akureyringar muni kaupa þar ódýrt húsnæði sem sumarbústaði, en mun róttækari og dýrari aðgerðir þarf til að halda lífi í staðnum. Kveðja, Guðjón T. Erlendsson London
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar