Erlent

Rúmenum rænt í Írak

Þremur fréttamönnum frá Rúmeníu hefur verið rænt í Írak. Þetta staðfestu rúmensk stjórnvöld í gær. Brottnám blaðamannanna gæti reynst mikil pólitísk prófraun fyrir rúmenska forsætisráðherrann Traian Basescu og ríkisstjórn hans, en hún sendi nýlega 100 manna liðsauka í raðir rúmenska herliðsins í Írak. Blaðamennirnir hurfu skömmu eftir að þeir höfðu tekið viðtal við Ayad Allawi, forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, í miðborg Bagdad. "Hjálp, þetta er ekki brandari, okkur hefur verið rænt," skrifaði einn þeirra í SMS-skeyti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×