Sport

Williamssysturnar mætast í Miami

Systurnar Serena og Venus Williams munu mætast í fjórðungsúrslitum Nasdaq-100 mótsins í Miami. Serena vann Elen Likhovtseva en Venus sló Catalina Castano út úr 16 manna úrslitunum. Serena og Venus hafa ekki mæst í keppni síðan á Wimbledonmótinu 2003 þar sem Serena stóð uppi sem sigurvegari. "Þetta er tvímælalaust ekki lotan sem við viljum mætast í en það verður að hafa það," sagði Venus. "Við viljum að okkur báðum vegni vel." Systurnar hafa mæst 12 sinnum og hefur Serena unnið oftar, 7 sinnum alls, og síðustu sex viðureignir hafa endað með sigri hennar. "Við viljum báðar vinnar. Þetta er starf okkar og við tökum það alvarlega," sagði Serena.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×