Erlent

Líkfundur í Kaupmannahöfn

Danska lögreglan birti í gær ljósmynd af látnum manni sem fannst í miðborg Kaupmannahafnar um helgina. Myndin birtist í dönskum fjölmiðlum og var fólk beðið að láta fólk vita ef það kannaðist við manninn. Lögreglan hefur enga hugmynd um hver hinn látni er. Af útlitinu að dæma gæti hann verið danskur, en lögreglan útilokar ekki að hann geti verið frá einhverju öðru Evrópulandi. Lík mannsins fannst í nokkrum hlutum. Báðir fótleggirnir og annar handleggurinn fundust á laugardaginn stillt upp við gám í götunni Klerkegade. Maður sem var að viðra hundinn sinn gekk síðan í gærmorgun fram á búk líksins í þremur hlutum í húsasundi við Adelgade, skammt frá fyrsta fundinum. Danska lögreglan segir manninn hafa verið á fertugsaldri. Hann hafi verið 190 til 195 sentimetra hár, með blágræn augu og nagaðar neglur. Hann var í svörtum nærbuxum einum fata.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×