Erlent

Mikill ótti í Suðaustur-Asíu

Tugir þúsunda flýðu út af heimilum sínum á mörgum stöðum á Súmötru, í Singapúr og Malasíu í kjölfar skjálftans sem varð við Indónesíu fyrr í dag. Engar fregnir hafa borist af því hvort einhver hafi látist eða slasast í sjálftanum en mikill ótti greip um sig meðal fólksins. Í Banda Aceh, bænum sem varð verst úti í flóðbygljunni annan dag jóla, flýðu einnig þúsundir heimili sín og leituðu upp á hæðir. Að sögn talsmanns Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna er skjálftinn eftirskjálfti skjálftans öfluga á annan dag jóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×