Erlent

Varað við flóðbylgju í Taílandi

Yfirvöld í Taílandi hafa gefið út viðvörun um flóðbylgju vegna skjálftans sem varð út fyrir ströndum Súmötru í Indónesíu klukkan rúmlega fjögur í dag. Skjálftinn mældist 8,2 á Richter. Viðvörunin nær til héraða við Andaman-strandlengjuna, en skjálftans var vart í höfuðborginni Bangkok. Yfirmaður hjá flóðbylgjuvörnum Taílands segir miklar líkur á að flóðbylgja skelli á landinu og hefur hvatt fólk í strandhéruðunum til að leita upp á hóla og hæðir. Alls létust rúmlega 5.300 manns í Taílandi í flóðbylgjunni annan dag jóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×