Erlent

Her- og lögreglumenn fyrir rétt

Yfirvöld í Súdan hafa handtekið fimmtán menn úr her og lögreglu í Darfur-héraði sem sakaðir eru um margvísleg brot gegn íbúum í héraðinu. Frá þessu greindi dómsmálaráðherra landsins í dag. Þetta eru fyrstu mennirnir sem handteknir eru í tengslum við grimmdarverk í héraðinu, en þeim er meðal annars gefið að sök að hafa nauðgað og drepið fólk og kveikt í þorpum í Darfur. Mjög róstursamt hefur verið í Darfur-héraði undanfarin misseri og hafa þúsundir týnt lífi og hundruð þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×