Innlent

Fjölmenni við páskavöku

Fjölmenni var við árlega páskavöku á Grenjaðarstað norður í Aðaldal sem hófst um miðnætti til að fagna upprisuhátíð frelsarans. Í 168 manna sókn mættu 120 og var fullt út úr dyrum. Að sögn sóknarprestsins, Þorgríms Daníelssonar, er með páskavökunni undirstrikuð sú gleði sem stafar af sigri hins góða yfir hinu illa, sigri ljóssins yfir myrkrinu. Líkt og verið hefur undanfarin ár lauk páskavökunni með flugeldasýningu til að undirstrika, boða og vekja gleðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×