Erlent

Heilsa Mónakófursta stöðug

Heilsa Rainiers Mónakófursta er nú „stöðug“ að sögn lækna og fer honum ekki lengur versnandi. Hann er með meðvitund en undir áhrifum sterkra deyfilyfja. Af ummælum lækna hans má ráða að hinn 81 árs gamli fursti eigi skammt eftir ólifað. Furstinn er í hópi þeirra þjóðhöfðingja sem lengst hafa verið við völd, eða í 55 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×