Innlent

Jarðskjálftar fyrir norðan

Jarðskjálfti upp á rúmlega þrjá á Richter varð 15-20 km norður af mynni Eyjafjarðar klukkan 23:06 í gær og hafa minni háttar eftirskjálftar fylgt í kjölfarið. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að undanfari þessara skjálfta hafi í raun verið jarðskjálftar sem urðu miklu norðar, eða norður af Kolbeinsey, fyrr um kvöldið sem voru 2,9 og 3,6 á Richter.  Skjálftarnir sem urðu í gær eru á mörkum norður-suður sigdældar, norður af Eyjafirði, og Húsavíkur-Flateyjar misgengisins. Ragnar segir skjálfta af svipaðri stærð algenga á þessum slóðum. Síðast urðu þeir í nóvember á síðastliðnu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×