Erlent

Þrír mánuðir frá hamförunum

Í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því flóðbylgjan reið yfir í Suðaustur-Asíu og banaði 280 þúsund manns. Fjórum sinnum fleiri konur en karlar létust í þeim ellefu löndum sem hún skall yfir. Til dæmis voru konur 80 prósent þeirra sem létust í þorpi í Ache-héraði sem verst varð úti í hörmungunum. Sömu sögu er að segja af þorpum í Indlandi og í einu þeirra voru það einungis konur sem létust. Í Srí Lanka eru flóttamannabúðir yfirfullar af körlum; konurnar lifðu ekki af. Margar þeirra voru eiginkonur og unnustur fiskimanna sem biðu eftur mönnum sínum á heimilum í strandþorpum eða í fjörunni. Þá geta menn sér til að konurnar hafi ekki haft jafn mikla krafta og karlarnir til að forða sér undan flóðbylgjunni á sundi, hlaupum eða með því að klifra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×