Erlent

Rainier fursti berst fyrir lífinu

Rainier fursti í Mónakó berst fyrir lífi sínu. Fyrr í mánuðinum var hann fluttur á sjúkrahús vegna sýkingar í lungum. Í gær var hann svo tengdur við öndunarvél vegna vandkvæða í hjarta og nýrum. Furstinn er í hópi þeirra þjóðhöfðingja sem lengst hafa verið við völd eða 55 ár. Hann kvæntist bandarísku kvikmyndastjörnunni Grace Kelly en hún lést í umferðarslysi árið 1982.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×