Erlent

Mikill viðbúnaður

Bresk lögregluyfirvöld vinna nú myrkranna á milli við að skipuleggja öryggisgæslu við brúðkaup Karls Bretaprins og Camillu Parker-Bowles sem fram fer í næsta mánuði. Óttast er að hryðjuverkamenn láti þar til skarar skríða en einnig er gert ráð fyrir fjölmennum mótmælum. Þar verður að líkindum á ferðinni fólk sem vill að konungdæmið verði lagt niður svo og óvildarmenn Camillu sem kenna henni um að hafa lagt líf Díönu prinsessu í rúst. Til að hafa hemil á þessum hópum verða mörg hundruð lögreglumenn, leyniskyttur og lífverðir til taks á brúðkaupsdaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×