Innlent

Stórskothríð á veiðihús

Þrír menn um tvítugt úr Grindavík brutu tuttugu rúður í veiðiskála og salerni sem stendur í útihýsi við Djúpavatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga. Mennirnir skutu með haglabyssum, einni óskráðri, á húsin og fundust þrjátíu tóm haglaskot á vettvangi. Þeir unnu miklar skemmdir á klæðningu skálans með skothríðinni og brutu einnig tvö salerni og tvær hurðir. Lögreglan í Hafnarfirði fer með rannsókn málins og er henni ekki lokið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×