Innlent

Aldrei fór ég suður lengd

Rokkhátíðin „Aldrei fór ég suður“ hefst fyrr en áætlað var vegna meiri þátttöku tónlistarmanna en áætlað hafði verið. Hefst hún því klukkan 15 á morgun, en ekki klukkan 16 eins og til stóð, að því er fram kemur á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. „Þegar farið var að raða niður hljómsveitum kom í ljós að okkur hafði ekki tekist að skera niður eins mikið og við ætluðum. Þess vegna var ákveðið að lengja hátíðina í þennan enda og láta hana byrja klukkan 15 á morgun,“ segir Guðmundur Kristjánsson, einn skipuleggjenda Aldrei fór ég suður í samtalið við Bæjarins besta. Hann segir undirbúning hátíðarinnar hafa gengið vonum framar. „Það hafa allir lagst á eitt undanfarna daga. Húsið er að verða glæsilegt og eftirvæntingin er mikil,“ segir Guðmundur. Líkt og í fyrra verður aðgangur að hátíðinni ókeypis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×