Þurfa ekki atvinnuleyfi í maí 2006 24. mars 2005 00:01 Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. Félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga. Hún hefur einungis smávægilegar breytingar í för með sér, svo sem það að nú verða erlend heilbrigðisvottorð tekin gild. Í þriðju grein reglugerðarinnar kemur fram að ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, þeirra makar og börn undir 21 árs aldri eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Svohljóðandi bráðabirgðaákvæði fylgir þó reglugerðinni: Ákvæði a.-c.-liðar 3. greinar taka þó ekki gildi að því er varðar rétt ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands til að starfa hér á landi fyrr en 1. maí 2006. Það er skortur á vinnuafli á Íslandi og það hefur ekki farið fram hjá neinum að fólk frá þessum löndum vill koma hingað að vinna og atvinnurekendur vilja ráða það. Væri ekki hægt að fella niður þetta bráðabirgðaákvæði og leyfa borgurum þessara ríkja að koma hingað strax að vinna án þess að atvinnuleyfis sé krafist í stað þess að bíða í rúmt ár þegar stóriðjuframkvæmdir verða langt komnar og ef til vill farið að hægja á hjólum efnahagslífsins? Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að ákvörðun um að nýta heimild til að takmarka frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum um tíma hafi verið tekin í samráði við aðila vinnumarkaðarins fyrir rúmu ári. Hann telur sjálfur að það hafi verið skynsamlegast að setja þessar takmarkanir því ef Ísland hefði verið eitt fárra landa sem ekki gerði það hefði þrýstingurinn aukist til muna og óvíst að allir hefðu verið sáttir við það. Ekki er búið að ákveða hvort þessi tímamörk verða framlengd, eins og leyfi er fyrir í samningnum, og Árni segir sé alveg víst að bráðabirgðaákvæðið verði ekki fellt niður fyrir 1. maí á næsta ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. Félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga. Hún hefur einungis smávægilegar breytingar í för með sér, svo sem það að nú verða erlend heilbrigðisvottorð tekin gild. Í þriðju grein reglugerðarinnar kemur fram að ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, þeirra makar og börn undir 21 árs aldri eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Svohljóðandi bráðabirgðaákvæði fylgir þó reglugerðinni: Ákvæði a.-c.-liðar 3. greinar taka þó ekki gildi að því er varðar rétt ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands til að starfa hér á landi fyrr en 1. maí 2006. Það er skortur á vinnuafli á Íslandi og það hefur ekki farið fram hjá neinum að fólk frá þessum löndum vill koma hingað að vinna og atvinnurekendur vilja ráða það. Væri ekki hægt að fella niður þetta bráðabirgðaákvæði og leyfa borgurum þessara ríkja að koma hingað strax að vinna án þess að atvinnuleyfis sé krafist í stað þess að bíða í rúmt ár þegar stóriðjuframkvæmdir verða langt komnar og ef til vill farið að hægja á hjólum efnahagslífsins? Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að ákvörðun um að nýta heimild til að takmarka frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum um tíma hafi verið tekin í samráði við aðila vinnumarkaðarins fyrir rúmu ári. Hann telur sjálfur að það hafi verið skynsamlegast að setja þessar takmarkanir því ef Ísland hefði verið eitt fárra landa sem ekki gerði það hefði þrýstingurinn aukist til muna og óvíst að allir hefðu verið sáttir við það. Ekki er búið að ákveða hvort þessi tímamörk verða framlengd, eins og leyfi er fyrir í samningnum, og Árni segir sé alveg víst að bráðabirgðaákvæðið verði ekki fellt niður fyrir 1. maí á næsta ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira