Lystugt nesti er lykilatriði: Samlokur og tortillurúllur 23. mars 2005 00:01 Hjá mörgum er páskahelgin fyrsta sumarbústaðaferðin á árinu, aðrir bregða sér í dagsferð eða bara rómantíska lautarferð. Hlýindin eru skíðafólki eflaust til ama en vonandi finnast einhverjir skaflar sem hægt er að renna sér á. Lystugt nesti og gott er nauðsynlegt þegar haldið er af bæ og það borgar sig margfalt að leggja smá alúð í fráganginn. Langt getur líka verið í næstu búð þegar komið er á staðinn því er fyrirhyggja nauðsynleg. Þar sem spáin er góð er líklegt að þeir sem ætla í bústað noti tækifærið og dusti rykið af útigrillinu, sé það fyrir hendi. Hvað menn taka með sér fer auðvitað meðal annars aðstæðum á áfangastað. Ef maturinn á að vera heitur og eldunargræjur eru á staðnum eru grillmatur og pottréttir þægilegir. Brauðmeti, mjólkurmatur, grænmeti og ávextir eru sjálfsagðir í nestiskörfuna. Þegar matast er úti í náttúrunni er fátt lystugra en samlokur og kakó. Því koma hér tillögur að nokkrum gerðum af samlokum og þar njótum við leiðsagnar fagmanna.Samloka Marentzu Paulsen4 sneiðar vönduð skinkaDijon sinnepklettasalatnokkrar sneiðar camembertostur Dijon sinnepið smurt á brauðið, salatblöðin lögð á, skinkan og osturinn á milli.Langloka frá Konditori Copenhagen1/3 gróft baguette-brauðmaukaðir sólþurrkaðir tómatar í olíu6 þunnar sneiðar af grilluðu eggaldini, penslaðar með ólífuolíu og kryddaðar með salti og piparalfa alfa baunaspírur (gefa ferskt bragð og safa)rifin agúrkarifin gulrótnokkrar sneiðar púrrulaukurÍsak Runólfsson í Veislunni á Seltjarnarnesi gaf uppskrift að eftirfarandi:Tortillarúllur Tortillapönnukökur stórar skinka ostur íssalat rauð paprika tómatar mexíkósk ostasósa Sósunni smurt á tortillakökuna, kál, paprika, tómatar, skinka og ostur sett á. Rúllað upp, þéttingsfast. Uppskriftir Vefjur Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Hjá mörgum er páskahelgin fyrsta sumarbústaðaferðin á árinu, aðrir bregða sér í dagsferð eða bara rómantíska lautarferð. Hlýindin eru skíðafólki eflaust til ama en vonandi finnast einhverjir skaflar sem hægt er að renna sér á. Lystugt nesti og gott er nauðsynlegt þegar haldið er af bæ og það borgar sig margfalt að leggja smá alúð í fráganginn. Langt getur líka verið í næstu búð þegar komið er á staðinn því er fyrirhyggja nauðsynleg. Þar sem spáin er góð er líklegt að þeir sem ætla í bústað noti tækifærið og dusti rykið af útigrillinu, sé það fyrir hendi. Hvað menn taka með sér fer auðvitað meðal annars aðstæðum á áfangastað. Ef maturinn á að vera heitur og eldunargræjur eru á staðnum eru grillmatur og pottréttir þægilegir. Brauðmeti, mjólkurmatur, grænmeti og ávextir eru sjálfsagðir í nestiskörfuna. Þegar matast er úti í náttúrunni er fátt lystugra en samlokur og kakó. Því koma hér tillögur að nokkrum gerðum af samlokum og þar njótum við leiðsagnar fagmanna.Samloka Marentzu Paulsen4 sneiðar vönduð skinkaDijon sinnepklettasalatnokkrar sneiðar camembertostur Dijon sinnepið smurt á brauðið, salatblöðin lögð á, skinkan og osturinn á milli.Langloka frá Konditori Copenhagen1/3 gróft baguette-brauðmaukaðir sólþurrkaðir tómatar í olíu6 þunnar sneiðar af grilluðu eggaldini, penslaðar með ólífuolíu og kryddaðar með salti og piparalfa alfa baunaspírur (gefa ferskt bragð og safa)rifin agúrkarifin gulrótnokkrar sneiðar púrrulaukurÍsak Runólfsson í Veislunni á Seltjarnarnesi gaf uppskrift að eftirfarandi:Tortillarúllur Tortillapönnukökur stórar skinka ostur íssalat rauð paprika tómatar mexíkósk ostasósa Sósunni smurt á tortillakökuna, kál, paprika, tómatar, skinka og ostur sett á. Rúllað upp, þéttingsfast.
Uppskriftir Vefjur Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira