Innlent

Flugfreyjan útskrifuð

Flugfreyjan sem slasaðist um borð í frönsku farþegaþotunni sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Flugfreyjan fékk slæmt högg á höfuðið þegar hún rakst á hurð í eldhúsi flugvélarinnar við flugtak í Frakklandi en vélin var á leið frá París til New York. Flugfreyjan bíður þess nú að komast aftur heim til Frakklands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×