Lífið

Vill vinna með Keane

Gwen Stefani segist vilja vinna með hljómsveitinni Keane fyrir næstu plötu. Söngkonan segist fíla fyrstu plötu Keane, Hope and Fears, í botn. "Ég dýrkaði plötuna. Þetta var síðasta plata sem ég virkilega hlustaði á frá upphafi til enda," sagði Stefani. Keane liðar eru víst einnig spenntir fyrir samstarfi. "Við gætum prófað það. Það er ótrúlegt hvernig við fórum frá því að vera algjörlega óþekktir og fyrst hafði enginn áhuga á okkur. Núna eru stórstjörnur áhugasamar um tónlistina okkar," sagði píanóleikarinn Time Rice-Oxley.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.