Sport

van Bommel sá um Ajax

Mark van Bommel átti stórleik er PSV Eindhoven valtaði yfir Ajax á Amsterdam ArenA. Philip Cocu kom gestunum yfir á 24. mínútu, en þá var komið að þætti van Bommel. Hann kom PSV í 2-0 á loka mínútu fyrri hálfleiks, skoraði síðan úr vítaspyrnu á 54. mínútu og fullkomnaði svo þrennuna fimm mínútum síðar stórsigur PSV staðreynd, 0-4. Með sigrinum er PSV á toppnum og með ellefu stiga forskot á Ajax sem situr í þriðja sæti, en spútnikliðið í ár, AZ Alkmaar, er þó aðeins fjórum stigum á eftir PSV í öðru sætinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×