Innlent

Ánægð með tilboðið

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er ánægð með tilboð Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja enda gert ráð fyrir að verkefnið, sem það gengur út á, geti gefið ríkissjóði 3 milljarða króna í auknar skatttekjur. "Ég lýsi ánægju minni með þetta tilboð. Ég á eftir að ræða það í ráðuneytinu og svo reikna ég með að taka það upp í vísinda- og tækniráði. Mér sýnist það sett fram af skynsemi og yfirvegun. Þetta er ágætlega í takt við okkar áherslur," segir Valgerður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×