Innlent

Gjaldeyristekjur verði tífaldaðar

Samtök upplýsingatæknifyrirtækja hafa gert viðskipta- og iðnaðarráðherra tilboð um að auka gjaldeyristekjur Íslendinga úr fjórum í 40 milljarða fyrir árslok 2010. Þetta vilja þau gera í samstarfi við stjórnvöld. Ríkið myndi þá setja 2 milljarða í verkefnið en fá 5 milljarða til baka í auknum skatttekjum. Í tilboðinu eru sett upp fjögur meginverkefni sem snúa að skattamálum, útflutningsmálum, stefnumörkun hins opinbera og samstarfi. Í því felst að opinberir aðilar hætti að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af opinberri þjónustu, starfssvið tölvunarfræðings verði útvíkkað og endurgreiðsla af rekstrarþjónustu ofan á tölvuþjónustu verði tekin upp aftur, ef maður er ráðinn til að sinna sölu- og markaðsmálum erlendis komi ríkið með annan starfsmann á móti, ríkisstofnanir leggi niður allar tölvudeildir sínar og búinn verði til vettvangur fyrir rannsóknar- og þróunarstarf í samstarfi við erlend stórfyrirtæki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×