Erlent

Raðmorðingi tekinn af lífi

Íranskur raðmorðingi var hengdur og hýddur í morgun sunnan við höfuðborg Írans, Teheran. Maðurinn var stunginn í bakið af bróður eins fórnarlambsins, hýddur hundrað sinnum og að lokum hengdi móðir eins fórnarlambsins hann. Þúsundir manna fylgdust með aftökunni en maðurinn var kallaður „Eyðimerkurvampíran“ í írönskum fjölmiðlum. Maðurinn hafði ásamt öðrum manni lokkað börn út í eyðimörkina þar sem þeir börðu fórnarlömbin, misnotuðu þau kynferðislega og grófu þau síðan í eyðimörkinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×