Erlent

Fé til höfuðs Maskhadov

Rússnesk yfirvöld upplýstu í gær að þau hefðu greitt 60 milljónir króna fyrir upplýsingar sem leiddu til þess að þau fundu og drápu Aslan Maskjadovs, leiðtoga Tsjetsjena, í síðustu viku. Þau hafa sett sömu upphæð til höfuðs Shamil Basajev, uppreisnarleiðtogans alræmda. Málið þykir til marks um harðari afstöðu Kremlverja í garð Tsjetsjena. Þá hafa stjórnvöld látið sprengja upp húsið sem Maskhadov fannst í. Ekki er vitað hvort það var gert til að refsa þeim sem veittu honum skjól eða til að eyðileggja sönnunargögn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×