Erlent

Evrópskir karlar eru spikfeitir

Offita er vaxandi vandamál í Evrópu og nú er svo komið að í mörgum löndum álfunnar er hlutfall feitra karla hærra en í Bandaríkjunum. Hópur sérfræðinga hefur komist að þeirri niðurstöðu að í löndum á borð við Finnland, Þýskaland, Grikkland og Möltu séu meira en 67 prósent karlmanna yfir kjörþyngd. Offita leiðir af sér margvísleg heilsufarsvandamál og er talið að um átta prósent útgjalda til heilbrigðismála í Evrópu séu beinlínis vegna offitu. Búist er við að niðurstöðurnar leiði af sér strangari reglur um innihaldsmerkingar matvæla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×