Erlent

Mussolini í hungurverkfall

Alessandra Mussolini, barnabarn Benitos Mussolinis, fyrrverandi einræðisherra á Ítalíu, er nú í hungurverkfalli eftir að héraðsdómur í Lazio úrskurðaði framboð flokks hennar í sveitarstjórnarkosningum ógilt. Skila þarf inn 3500 undirskriftum til að mega bjóða fram. Flokkur Mussolinis skilaði inn 4300 undirskriftum en dómstóllinn taldi 860 þeirra falsaðar. Þar með var fjöldinn ekki nægur og framboðið ekki leyfilegt. Mussolini áfrýjaði dómnum og hyggst halda til í sendibíl fyrir utan dómhúsið án þess að bragða vott né þurrt þar til dómur liggur fyrir. Alessandra Mussolini sat á þingi fyrir Þjóðarbandalagið, sem er í stjórn með flokki Berlusconis, til ársins 2003 en sagði skilið við flokkinn þegar Gianfranco Fini, formaður flokksins, sagði hann ekki lengur vera fasistaflokk. Sveitarstjórnarkosningarnar verða 3. og 4. apríl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×